Jón Ólafur Halldórsson, formaður SVÞ, var í Bítinu hjá Heimi og Gulla í morgun þar sem hann ræddi þörfina til að efla Ísland í stafrænni þróun, ekki síst stafrænni hæfni. Ísland stendur mun aftar en mörg þau lönd sem við berum okkur saman við, s.s. Norðurlöndin og ýmis lönd í Vestur-Evrópu og þörf er á því að fara í heildstæða stefnumótun og markvissar aðgerðir til að taka á þessum málum.

SVÞ og VR munu á morgun senda hvatningu og tillögur til ríkisstjórnarinnar um stefnumótun og aðgerðir í stafrænum málum. Á aðalfundi faghópsins Stafræn viðskipti á Íslandi, sem haldin verður í fyrramálið, verður sú hvatning og þær tillögur kynntar og verður sá hluti fundarinns í beinni útsendingu í stafrænum hóp SVÞ á Facebook hér frá 8:30 til ca. 9:30

Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan: