Miðvikudaginn 25. janúar sl. bauð SVÞ félagsmönnum á námskeið um skattamál í samvinnu við KPMG ehf. Þau Steingrímur Sigfússon og Guðrún Björg Bragadóttir frá Skatta- og lögfræðisviði KPMG ehf. tóku m.a. fyrir eftirtalin atriði á námskeiðinu: Tekjuskráning, frádráttarbær kostnaður, ófrádráttarbæra kostnaður, launakostnaður og hlunnindi, verktakar vs. launamenn, reglur um dagpeninga, helstu reglur um virðisaukaskatt og hvað ber að varast og afdráttarskatta vegna keyptrar erlendrar þjónustu.

Námskeiðið var vel sótt og mikið um spurningar.

Hér má nálgast glærur frá námskeiðinu.