Í framhaldi af ársfundi SVÞ þann 23. mars sl. þar sem fjallað var um byltingu og breytingu í þjónustu ætlar SVÞ að vera leiðandi við innleiðingu stafrænnar tækniþróunar hjá fyrirtækjum í verslun og þjónustu. Strax í kjölfar aðalfundar stóð SVÞ fyrir vinnustofu fyrir félagsmenn þar sem farið var yfir hvernig kauphegðun viðskiptavina hefur breyst og hvernig hefðbundin

Markús Sigurbjörnsson 1
  • Facebook
  • Twitter
  • Gmail
  • LinkedIn
verslun og stafræn verslun hafa runnið saman í eitt (s.k. „Omni Channel“ þjónusta).

Þann 29. maí stóð SVÞ síðan  fyrir vinnustofu í samvinnu við Magnús Sigurbjörnsson, framkvæmdastjóra Papaya, þar sem fjallað var um nýjustu tækni við markaðssetningu á netinu.

Á vinnustofunni var kafað dýpra ofan í samfélagsmiðlana og sýnt öll þau tól og tæki sem að fyrirtæki geta nýtt sér betur. Sýnileiki fyrirtækja á samfélagsmiðlum er orðinn mjög mikilvægur, sama í hvaða geira fyrirtækið er í. Markaðstólin og tækifærin á samfélagsmiðlum er orðin svo mörg að við höfum ekki tölu á þeim lengur.  Magnús fjallaði m.a. um Facebook Pixelinn og hvernig best sé að nota hann, dýpri pælingar um markhópa á samfélagsmiðlum ásamt því að tala um nýjustu tæknimöguleikana á netinu.  Magnús lagði áherslu á að nýta auglýsingafjármagn sem best með sem skilvirkustum hætti. Í því samhengi benti hann á mikilvægi markhópagreininga.

Hafa þessar vinnustofur mælst mjög vel fyrir hjá aðildarfyrirtækjum samtakanna og er ætlunin að bjóða upp á fleiri vinnustofur á þessu sviði á komandi hausti.