FRÆÐSLA
SVÞ leggur áherslu á að efla menntun sem tengist verslun og þjónustu. Í því felst að samtökin láta sig varða og taka þátt í mótun grunn- og framhaldsmenntunar fyrir starfsgreinarnar að teknu tilliti til þarfa verslunar- og þjónustugreina. Auk þess er lögð áhersla á að styðja við endurmenntun og starfsmenntun fólks sem þegar er starfandi í verslunar- og þjónustufyrirtækjum.
SVÞ móta stefnu í verslunar- og þjónustumenntun ásamt yfirvöldum menntamála, launþegasamtökum og öðrum félagasamtökum eftir því sem við á.
SVÞ taka þátt samstarfi við önnur atvinnurekendasamtök innana vébanda Samtaka atvinnulífsins á sviði fræðslu- og menntamála og eiga sæti í nefndum og ráðum á vegum fræðsluyfirvalda. Fulltrú SVÞ situr í stjórn SVS Starfsmenntasjóðs verslunar og skrifstofufólks link á sjóðinn.
Stafræn viðskiptalína er ný námslína á framhaldsskólastigi sem SVÞ átti frumkvæði að koma á laggirnar í samstarfi við Verzlunarskóla Íslands, fulltrúa atvinnulífsins og SVS. Verið er að vinna að námsleiðinni Fagnámi verslunar í samvinnu SVÞ, SVS og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Hluti verkefnisins er þróun raunfærnimats á móti námsbrautinni. Stefnt er að því að hefja námið í janúar 2020.
Að auki standa samtökin að metnaðarfullri fræðslu- og viðburðardagskrá fyrir félagsmenn sína með því markmiði að hjálpa þeim að fylgjast með því sem er að gerast innan verslunar og þjónustu bæði hérlendis og erlendis, og auka samkeppnishæfni þeirra.
FRÆÐSLUVIÐBURÐIR Á NÆSTUNNI
Málstofa um uppbyggingu hleðsluinnviða fyrir þungaflutninga
Viltu veita framúrskarandi þjónustu í gegnum síma?
Margrét Reynisdóttir, frá Gerum betur, fer yfir hvernig veita á framúrskarandi þjónustu í síma og stjórna samtölum við erfiðar manneskjur.
Morgunfyrirlestur: Umhverfisstefna – frá fyrirsögn til framkvæmdar
Morgunfyrirlestur þar sem farið verður yfir uppbyggingu á umhverfisstefnu, hvað þarf að vera til staðar og hverjar eru helstu áskoranir innan sem utan veggja fyrirtækisins.
Vinnustofur í mótun, utanumhaldi og innleiðingu umhverfisstefnu
Í framhaldi af morgunfyrirlestri um mótun umhverfisstefnu bjóða SVÞ og BravoEarth upp á fríar vinnustofur fyrir fyrirtæki innan SVÞ til að aðstoða þau við að móta, halda utan um og innleiða umhverfisstefnu.
Upptaka af fyrirlestri um vellíðan á vinnustað
SVÞ og Fransk-íslenska viðskiptaráðið héldu í síðustu viku hádegisfyrirlestur með innanhússstílistanum Caroline Chéron hjá Bonjour. Fyrirlesturinn var vel sóttur og í honum fjallaði Caroline um ýmislegt varðandi hönnun vinnurýmis til að hafa áhrif á vellíðan starfsfólks og viðskiptavina
Fræðslufundur MAST: Breyttar reglur um innflutning á hráu kjöti
Matvælastofnun heldur fræðslufund um breyttar reglur um innflutning á hráu kjöti til Íslands fimmtudaginn 28. nóvember kl. 13:00 – 15:00 í húsnæði stofnunarinnar…
Félagsfundur um öryggi á vegum og vetrarþjónustu
Þriðjudaginn 26. nóvember standa SVÞog SAF fyrir sameiginlegum fundi um vetrarþjónustu, viðhald og öryggismál á vegakerfinu. Fulltrúar frá Vegagerðinni munu fara yfir fyrirkomulag vetrarþjónustu, viðhalds og öryggismála ásamt því að taka þátt í umræðum.