FRÆÐSLA
SVÞ leggur áherslu á að efla menntun sem tengist verslun og þjónustu. Í því felst að samtökin láta sig varða og taka þátt í mótun grunn- og framhaldsmenntunar fyrir starfsgreinarnar að teknu tilliti til þarfa verslunar- og þjónustugreina. Auk þess er lögð áhersla á að styðja við endurmenntun og starfsmenntun fólks sem þegar er starfandi í verslunar- og þjónustufyrirtækjum.
SVÞ móta stefnu í verslunar- og þjónustumenntun ásamt yfirvöldum menntamála, launþegasamtökum og öðrum félagasamtökum eftir því sem við á.
SVÞ taka þátt samstarfi við önnur atvinnurekendasamtök innana vébanda Samtaka atvinnulífsins á sviði fræðslu- og menntamála og eiga sæti í nefndum og ráðum á vegum fræðsluyfirvalda. Fulltrú SVÞ situr í stjórn SVS Starfsmenntasjóðs verslunar og skrifstofufólks link á sjóðinn.
Stafræn viðskiptalína er ný námslína á framhaldsskólastigi sem SVÞ átti frumkvæði að koma á laggirnar í samstarfi við Verzlunarskóla Íslands, fulltrúa atvinnulífsins og SVS. Verið er að vinna að námsleiðinni Fagnámi verslunar í samvinnu SVÞ, SVS og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Hluti verkefnisins er þróun raunfærnimats á móti námsbrautinni. Stefnt er að því að hefja námið í janúar 2020.
Að auki standa samtökin að metnaðarfullri fræðslu- og viðburðardagskrá fyrir félagsmenn sína með því markmiði að hjálpa þeim að fylgjast með því sem er að gerast innan verslunar og þjónustu bæði hérlendis og erlendis, og auka samkeppnishæfni þeirra.
FRÆÐSLUVIÐBURÐIR Á NÆSTUNNI
Bestu trikkin í bókinni – masteraðu markaðssetninguna með gervigreindinni
Aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka – ábyrgð félagsmanna SVÞ
Sérsniðin fræðsla fyrir félagsfólk SVÞ. SÞV og KPMG standa fyrir fræðslu fyrir félagsfólk Samtaka verslunar og þjónustu vegna ábyrgð félagsmanna um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Þann 19. janúar nk. stendur SVÞ fyrir fræðslu til félagsmanna sem...
Framtíðin er græn og stafræn
Sérfræðingar Krónunnar í stafrænum lausnum og sjálfbærni; þau Lilja Kristín Birgisdóttir og Sigurður Gunnar Markússon ætla að deila vegferð Krónunnar á sérstökum vef-fyrirlestri, miðvikudaginn 12. janúar n.k, undir fyrirsögninni; Framtíðin er græn og stafræn, vegferð...
Sjálfbærnidagur atvinnulífsins: Eru viðskiptatækifæri í kolefnishlutleysi?
Samtök atvinnulífsins og EY á Íslandi taka höndum saman og setja á laggirnar árlegan Sjálfbærnidag atvinnulífsins þar sem fyrirtæki á Íslandi geta sótt sér nýjustu þekkingu sem nýtist þeim í rekstri út frá sjálfbærni og UFS viðmiðum.
Net- og gagnaöryggi – nauðsyn ekki val
Sérfræðingar Deloitte á sviði persónuverndar og gagnaöryggis bjóða upp á gagnlegan og aðgengilegan fyrirlestur þar sem farið verður yfir helstu hluti sem fyrirtæki og stofnanir þurfa að hafa á hreinu í tengslum við persónuvernd, netöryggi og netárásir.
Umbreyttu upplifun viðskipavina með árangursríkri notkun CRM
Charlotte Åström, Þróunarstjóri viðskiptasambandsins hjá VÍS, heldur fyrirlestur þar sem hún mun fara yfir hvað CRM í raun er, hver ávinningurinn er af notkun þess, að hverju þarf að huga og hver eru lykilatriðin til árangurs.
Fyrirlestur 17. nóvember n.k. Spennandi tækifæri á vinnumarkaði framtíðarinnar
Spennandi breytingar eru að eiga sér stað á vinnumarkaði sem nauðsynlegt er að allir undirbúi sig fyrir. Fyrirlestur með Dr. Árelíu Eydísi og Herdísi Pálu.