FRÆÐSLA

SVÞ leggur áherslu á að efla menntun sem tengist verslun og þjónustu. Í því felst að samtökin láta sig varða og taka þátt í mótun grunn- og framhaldsmenntunar fyrir starfsgreinarnar að teknu tilliti til þarfa verslunar- og þjónustugreina. Auk þess er lögð áhersla á að styðja við endurmenntun og starfsmenntun fólks sem þegar er starfandi í verslunar- og þjónustufyrirtækjum.

SVÞ móta stefnu í verslunar- og þjónustumenntun ásamt yfirvöldum menntamála, launþegasamtökum og öðrum félagasamtökum eftir því sem við á.

SVÞ taka þátt samstarfi við önnur atvinnurekendasamtök innana vébanda Samtaka atvinnulífsins á sviði fræðslu- og menntamála og eiga sæti í nefndum og ráðum á vegum fræðsluyfirvalda. Fulltrú SVÞ situr í stjórn SVS Starfsmenntasjóðs verslunar og skrifstofufólks link á sjóðinn.  

Stafræn viðskiptalína er ný námslína á framhaldsskólastigi sem SVÞ átti frumkvæði að koma á laggirnar í samstarfi við Verzlunarskóla Íslands, fulltrúa atvinnulífsins og SVS. Verið er að vinna að námsleiðinni Fagnámi verslunar í samvinnu SVÞ, SVS og Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Hluti verkefnisins er þróun raunfærnimats á móti námsbrautinni. Stefnt er að því að hefja námið í janúar 2020.

Að auki standa samtökin að metnaðarfullri fræðslu- og viðburðardagskrá fyrir félagsmenn sína með því markmiði að hjálpa þeim að fylgjast með því sem er að gerast innan verslunar og þjónustu bæði hérlendis og erlendis, og auka samkeppnishæfni þeirra.

FRÆÐSLUVIÐBURÐIR Á NÆSTUNNI

Enginn viðburður fannst!

Breytingar á störfum í sífellt stafrænni heimi

Breytingar á störfum í sífellt stafrænni heimi

Breytingar eru þegar hafnar á störfum í kjölfar stafrænnar umbreytingar. Við fáum til okkar Herdísi Pálu Pálsdóttur, sérfræðing í mannauðsmálum, og gesti úr atvinnulífinu til að segja okkur af breytingum á störfum í fyrirtækjunum þeirra.

Lesa meira
Hvernig getum við keppt við erlendu risana?

Hvernig getum við keppt við erlendu risana?

Ekki fer framhjá neinum að innlend verslun mætir sífellt harðnandi samkeppni frá alþjóðlegum netverslunarrisum á borð við Amazon, Asos, AliExpress og fleiri. Eddu Blumenstein, PhD í umbreytingu smásölu (e. retailing transformation) ráðleggur okkur hvernig íslenskir smásalar geta keppt við erlendu risana.

Lesa meira