Fræðslustjóri að láni

 

Verkefnið „Fræðslustjóri að láni“ miðar að því að lána út mannauðsráðgjafa, sérhæfðum í vinnustaðafræðslu og óformlegri menntun, til fyrirtækja.  Um er að ræða árangursmiðað verkfæri þar sem þörf fyrirtækis er metin með tilliti til stefnu og markmiða fyrirtækisins. Leitast er við að sjónarmið starfsmanna komi fram og út frá þeim sé unnin þarfagreining fyrir fræðslu hjá viðkomandi fyrirtæki

Afurð verkefnisins er  fræðsluáætlun til lengri tíma.

Verkefnið er á vegum  SVS, Starfsmenntasjóðs verslunar- og skrifstofufólks , og samstarfsaðilar sjóðsins  í þessu verkefni eru Starfsafl og Landsmennt.

 

Hvernig fær  fyrirtæki fræðslustjóra að láni?

1. Skilyrði er að fyrirtækið hafi starfsmenn innan SVS og hafi greitt til sjóðsins í 12 mánuði (LÍV /VR og SA ).   Ef þessi skilyrði eru fyrir hendi þá kemur starfsmaður sjóðsins á fund með fyrirtækinu.

3. Ef öllum líst vel á verkefnið eru gerð drög að samningi.  Fjöldi tíma sem ráðgjafinn vinnur fyrir fyrirtækið er tengdur fjölda starfsmanna sem eiga aðild að starfsmenntasjóðunum. Einungis er leitað til sjálfstæðra ráðgjafa sem hafa mikla reynslu af verkefnum í fyrirtækjum.

4. Samningurinn fer fyrir stjórn sjóðsins til afgreiðslu.

5. Ef verkefnið er samþykkt er gengið til samninga og verkefnið hefst strax við undirskrift. Verkefnið er mótað í fullu samráði við fyrirtækið.

6. Komið er á fót rýnihópum innan fyrirtækisins en ráðgjafinn leiðir þá vinnu, vinnur þarfagreiningu og gerir símenntunaráætlun. Áætlunin er eign fyrirtækisins og viðkomandi sjóðs, sem gætir fyllsta trúnaðar.

7. Verkefnið kynnt á lokafundi að viðstöddum fulltrúum viðkomandi starfsmenntasjóða, sem eiga aðild að verkefninu.

Nánari upplýsingar um fræðslustjóra að láni er hægt að fá á skrifstofu SVÞ í síma 511300.  Hægt er að ná í starfsmann SVS í síma 5101700

Bæklingur

Vefsíða SVS og fræðslustjóra að láni

Umsóknareyðublað