Samstarf

Mannauðs- og fræðslustjórahópur SVÞ

Innan SVÞ er starfræktur hópur mannauðs- og fræðslustjóra.  Fyrirtæki sem eru í aðild að SVÞ og hafa áhuga á að taka þátt í því starfi er bent á að hafa samband við skrifstofu SVÞ.
  
Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks

Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks er  eign LÍV, VR og SA. 

Markmið sjóðsins er að auka hæfni og menntun verslunar- og skrifstofufólks, ásamt því að stuðla að auknu framboði af námi og námsefni sem svari þörfum atvinnulífsins á hverjum tíma.  Öll fyrirtæki sem greitt hafa iðgjöld til sjóðsins geta sótt um styrk til fræðslumála og lækkun iðgjalds til sjóðsins sbr. reglur þar um.

Aðrir sjóðir sem tengjast SVÞ  með einum eða öðrum hætti eru Starfsafl og Landsmennt.

Fræðslustjóri að láni.

Fræðslustjóri að láni er árangursmiðað verkfæri sem byggist á að lána út mannauðsráðgjafa, sérhæfðum í vinnustaðafræðslu og óformlegri menntun, til fyrirtækja.  Starfsmenntasjóður verslunar- og skrifstofufólks heldur utan um verkefnið.  Sjá nánar hér 

Starfgreinaráð mennta- og menningarmálaráðuneytis

SVÞ hefur aðkomu að tveimur starfsgreinaráðum á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis en starfsgreinaráð hafa það hlutverk að veita mennta- og menningarmálaráðherra ráðgjöf um málefni starfsmenntunar á framhaldsskólastigi og gera tillögur um almenn markmið náms og skilgreina þarfir fyrir kunnáttu og hæfni sem námsbrautalýsingar byggjast á o.fl. 

Þau starfsgreinaráð sem SVÞ hefur aðkomu að og á fulltrúa í eru starfsgreinaráð fyrir samgöngu-, farartækja- og flutningagreinar og starfsgreinaráð skrifstofu- og verslunargreina.  Sjá nánar hér

 Fræðslumiðstöð atvinnulífsins 

Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins stofnuðu Fræðslumiðstöð atvinnulífsins ehf. í desember 2002. Árið 2010 var starfsemi FA víkkuð út með samþykkt aðildar BSRB, Sambands íslenskra sveitarfélaga og fjármálaráðuneytis.

Hlutverk FA er að vera samstarfsvettvangur ASÍ, SA, BSRB, Sambands íslenskra sveitarfélaga og fjármálaráðuneytis um fullorðins- og starfsmenntun á íslenskum vinnumarkaði í samstarfi við aðrar fræðslustofnanir á vegum aðildarsamtakanna.

Skólar

Samtökin eiga mikið og gott samstarf við Opna Háskólann í Reykjavík og  Háskólann á Bifröst og bjóða báðir skólarnir upp á nám sem SVÞ hefur tekið þátt í að móta.