Yfirlit yfir námsframboð í verslun og þjónustu haustið 2009

Fagráð verslunar- og þjónustugreina hefur endurskoðað yfirlit yfir námsframboð til hagræðingar fyrir starfsmannastjóra og aðra sem sjá um skipulag fræðslustarfsemi í fyrirtækjunum. Með því er á auðveldan hátt hægt að fá upplýsingar um þá fræðsluaðila sem veita tiltekna fræðslu auk þess sem hægt er að fá upplýsingar um námsefni sem hentar.

HÉR ER ENGANVEGIN UM TÆMANDI YFIRLIT AÐ RÆÐA.  Meðvitað er sleppt nær öllum tölvu- og tungumálanámskeiðum þar sem framboðið á þeim  er mjög mikið og fjölbreytt. Þeir sem eru að leita að slíkum námskeiðum er bent á símenntunarmiðstöðvar og leitarvélar á Netinu.
Áhersla er frekar að benda áhugasömum á hina miklu breidd sem er í boði og örva og hvetja fólk til að finna sér áhugavert námskeið.
 
Félagsmönnum í VR og öðrum aðildarfélögum Landssambands íslenskra verslunarmanna er bent á að kynna sér rétt sinn hjá Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks (sjá www.starfsmennt.is )

Smellið hér til að finna yfirlit yfir námsframboð verslunar- og þjónustugreina