Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, var mjög skýr í þegar Mbl.is ræddi við hann um hugmyndir starfshóps heilbrigðisráðherra um sykurskatt. Sagði hann samtökin vera alfarið á móti svona neyslustýringasköttum og hafa alltaf verið það. Hann sagði sambærilegan skatt á árunum 2009-2013 vera eina verstu skattheimtu sem hann hafi þurft að eiga við á öllum ferli sínum í hagsmunagæslu og að hann hafi ekki skilað markmiðum sínum, hvorki lýðheilsu- né tekjumarkmiðum.

>> SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA UMFJÖLLUNINA