FRÉTTATILKYNNING

Að undanförnu hefur sú afstaða verið látin í ljós í almennri umræðu að bifreiðaskoðunarstöðvar beri ábyrgð á hertum kröfum við skoðun ökutækja. Hið rétta er að samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið setur reglurnar og það er á ábyrgð Samgöngustofu að útfæra þær nánar í skoðunarhandbók, leiðbeiningarriti skoðunarmanna. Bæði ný reglugerð um skoðun ökutækja og drög að nýrri skoðunarhandbók endurspegla í grundvallaratriðum lágmarksreglur ESB um skoðun ökutækja.

Við undirbúninginn komu SVÞ athugasemdum margsinnis á framfæri, bæði við ráðuneytið og Samgöngustofu og lýstu því viðhorfi m.a. að af hálfu íslenskra stjórnvalda gætti tilhneigingar til að ganga lengra en raunverulega væri þörf á.

Telja SVÞ sig m.a. hafa komið því áleiðis að vanda verði útfærsluna og gæta þess að nýta svigrúm sem er til staðar til að milda áhrif hertra krafna.

Nánari upplýsingar veitir:
Benedikt S. Benediktsson
Lögfræðingur Samtaka verslunar og þjónustu
Sími 864 9136