Fullt var út úr dyrum á fyrilestri um þær áskoranir sem stjórnendur standa frammi fyrir við þróun og innleiðingu stafrænna lausna og áhri þeirra á menningu fyrirtækja. Helga Jóhanna Oddsdóttir frá Strategic Leadership og Tómas Ingason frá Icelandair fóru yfir mikið af gagnlegum atriðum fyrir stjórnendur og líflegar umræður sköpuðust á fundinum.

Félagar í SVÞ geta séð upptöku af fundinum á lokuðum Facebook hóp fyrir SVÞ félaga, en þangað var honum streymt beint í morgun. Athugið að sækja þarf um inngöngu og svara nokkrum spurningum svo að sannreyna megi að viðkomandi starfi hjá félagi sem aðili er að samtökunum.

Við erum alls ekki hætt því við tökum upp þráðinn eftir páska og eru starfsmenn okkar í óða önn að ganga frá þeirri dagskrá svo hefja megi kynningarstarf. Við hvetjum ykkur því til að fylgjast með hér á vefnum, vera skráð á póstlistann og fylgjast með á Facebook, Twittter og LinkedIn svo þið missið ekki af neinu!