Í hádegisfréttum RÚV í dag, þann 20. nóvember, og í umfjöllun á vef RÚV vísar Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ fullyrðingum ASÍ um að matvöruverð hafi hækkað umfram tilefni, til föðurhúsanna. Skýringin á hærra verði sé veiking krónunnar og launahækkanir.
 

Andrés bendir verðlagseftirliti ASÍ á það að 1. desember í fyrra stóð gengisvísitalan í 176 en í dag standi hún í u.þ.b. 208. Þau atriði sem hafa helst áhrif á verðlag innfluttrar vöru á Íslandi er gengi íslensku krónunnar og launin í landinu. Þarna sést vel hversu mikið gengi krónunnar hefur veikst á þessum tíma. Hann segir einnig alla vita hverjar umsamdar launahækkanir hafa verið á liðnu ári. Í þessu ljósi sé ekkert annað að gera en að vísa þessum fullyrðingum til föðurhúsanna.

 

>> SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA UMFJÖLLUNINA

 

>> SMELLTU HÉR TIL AÐ HLUSTA Í HÁDEGISFRÉTTUM