Í Fréttablaðinu í dag, 29. apríl, birtist umfjöllun þar sem rætt er við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ um fullyrðingar verðlagseftilits ASÍ um að álagning smásölufyrirtækja hafi aukist að undanförnu. Í umfjölluninni segir m.a.:

„Það er athyglisvert hvernig verðlagseftirlit ASÍ les í þessa stöðu þar sem því er haldið fram að álagning smásölufyrirtækja hafi aukist að undanförnu, án þess að sú fullyrðing hafi verið rökstudd með einhverjum hætti,“ segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, í samtali við Markaðinn.

„Verðlagseftirlit ASÍ hlýtur að gera sér grein fyrir því að þær gífurlegu, erlendu verðhækkanir sem fyrirtækin hafa verið að horfast í augu við að undanförnu, hafa áhrif hér á landi.“

Bendir Andrés að aðildarfyrirtæki hafi miklar áhyggjur af tilkynningum sem berast frá erlendum birgjum um hækkanir á hrávöruverði á sama tíma og flutningskostnaður er að hækka gífurlega.

SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA UMFJÖLLUNINA Í HEILD SINNI

Mynd: Fréttablaðið/Valli