Við vekjum athygli á nýrri undirsíðu á vef SVÞ „Gagnavisir SVÞ“. Þessi vefur er í stöðugri þróun og við erum sífellt að endurbæta og bæta við.  Það er von okkar að lesendur verði nær um þróun vísitölu neysluverðs og undirvísitalna ásamt þróun og horfum helstu hagvísa.
Sigurður Baldursson vann að gagnavísinum en hann er útskrifaður tölvunarfræðingur. Sigurður hefur meðal annars unnið við að setja upp veflægt mælaborð fyrir flugstjórn ásamt streymandi gröfum í rauntíma hjá Tern Systems. Vann greiningarverkefni um kreditkortaveltu erlendra ferðamanna með gögnum frá RSV og vinnur nú hjá Háskólanum í Reykjavík við að sjá um forritunarvefinn hjá háskólanum.