Til að dýpka umræðuna og halda áfram að styrkja umfjöllun og meðvitund um stöðu og horfur í íslenskri verslun hafa Samtök verslunar og þjónustu ákveðið að birta lifandi mælaborð „Gagnavísir SVÞ“ á heimasíðu sinni sem sýnir þróun vísitölu neysluverðs og undirvísitölur ásamt þróun og horfum helstu hagvísa.  Við munum bæta við upplýsingum á næstu vikum.

Sigurður Baldursson vann að gagnavísinum en hann er útskrifaður tölvunarfræðingur. Sigurður hefur meðal annars unnið við að setja upp veflægt mælaborð fyrir flugstjórn ásamt streymandi gröfum í rauntíma hjá Tern Systems. Vann greiningarverkefni um kreditkortaveltu erlendra ferðamanna með gögnum frá RSV og vinnur nú hjá Háskólanum í Reykjavík við að sjá um forritunarvefinn hjá háskólanum.

Það er mikilvægt fyrir SVÞ  að starfa í nánu sambandið við háskólana. Þær breytingar sem allar atvinnugreinar ekki hvað síst verslun og þjónusta standa nú frammi fyrir eru meiri og róttækari en nokkur dæmi eru um. Breytingar sem eru að verða á viðskiptaháttum nýrrar kynslóðar og þær stórstígu framfarir í allri tækni sem orðið hafa á allra síðustu árum munu  gjörbreyta viðskiptaumhverfi fyrirtækja.

Smelltu á eftirfarandi slóð til að nálgast mælaborðið: gagnavisir.svth.is