– opinn umræðufundur Litla Íslands

 

Þriðjudaginn 27. nóvember efnir Litla Ísland til fundar til að ræða um stöðu lítilla og meðalstórra fyrirtækja í því árferði sem ríkir á vinnumarkaðnum í dag. Kjaraviðræður eru í fullum gangi og óhætt að segja að blikur séu á lofti, en þær snerta minni fyrirtæki ekki síður en þau stærri. Yfirskrift fundarins er „Geta litlu fyrirtækin hækkað kaupið?“

Á fundinum munu atvinnurekendur segja sögur af Litla Íslandi ásamt því að birtar verða nýjar tölur frá Hagstofu Íslands um launagreiðslur og umfang lítilla fyrirtækja.

Láttu þig málið varða og taktu þátt í fundinum!

 

DAGSKRÁ

Nýjar hagtölur Litla Íslands – Óttar Snædal, hagfræðingur á efnahagssviði SA

Sögur af Litla Íslandi:

  • Brynja Brynjarsdóttir, eigandi Hraunsnefs sveitahótels ehf.
  • Eva Hlín Dereksdóttir, framkvæmdastjóri Raftákn verkfræðistofu
  • Ómar Pálmason, framkvæmdastjóri Aðalskoðunar
  • Hrefna Björk Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Rok restaurant ehf.

Mikilvægi lítilla fyrirtækja – Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðabæjar

Fundarstjóri: Sigmar Vilhjálmsson, atvinnurekandi

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG!