Nú er búið að opna fyrir skráningu á þá viðburði sem staðfestir eru í fræðsludagskrá SVÞ haustið 2018. Í fræðsludagskránni verður byggt enn frekar ofan á námskeiðaröð frá síðasta vetri um Omnichannel, auk þess sem hún er innblásin af nýrri skýrslu Rannsóknarseturs verslunarinnar, Íslensk netverslun – áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni.

Hér geturðu séð yfirlit yfir fræðsludagskrá SVÞ, haustið 2018. Enn á þó eftir að bæta í dagskrána svo við hvetjum fólk til að fylgjast vel með á Facebook, Twitter, LinkedIn og að sjálfsögðu að vera vel skráð á póstlistann, til að missa ekki af neinu!