Stjórn sjóðsins hefur samþykkt möguleika á sameiginlegum styrk launþega og fyrirtækis til sjóðsins
Launþega og fyrirtæki gefst kostur á að sækja um sameiginlegan styrk til sjóðsins ef nám launþega kostar kr. 500.000 eða meira. Umsókn er afgreidd eftir reglum sjóðsins um starfstengt nám. Launþegi sækir um styrkinn og með umsókn verður að fylgja lýsing á náminu og undirrituð yfirlýsing frá fyrirtækinu. Í yfirlýsingunni skal koma fram að um sé að ræða sameiginleg umsókn og að námið sé hluti af starfsþróunaráætlun starfsmannsins. Við samþykkt umsóknar dregst styrkupphæðin af rétti bæði launþega og fyrirtækis. Hámarksstyrkur getur orðið samtals sem nemur hámarksrétti einstaklings og hámarksrétti fyrirtækis. Sjá nánar ákvæði um hámarksstyrk á vefsíðu sjóðsins, www.starfsmennt.is
Hækkun styrkfjárhæða frá áramótum
Þann 1. janúar 2018  taka gildi ný fjárhæðarmörk á styrkjum bæði til launþega og fyrirtækja.

  •  Veittur verður hámarksstyrkur allt að 130.000 kr. á ári, var 90.000.
  • fyrir 90% af námi / starfstengdu námskeiðsgjaldi/ ráðstefnugjaldi, var 75%.

Nánari upplýsingar á vefsíðu sjóðsins, www.starfsmennt.is