Viðtalið birtist í dag í Morgunblaðinu og á mbl.is.

 

Hátt yfirvinnukaup kann að skýra langa vinnuviku

 

Þegar versl­un­ar- og þjón­ustu­fyr­ir­tæki aug­lýsa laus hluta­störf á yf­ir­vinnu­tíma er eng­inn skort­ur á um­sókn­um, en treg­lega geng­ur að manna full­ar stöður á hefðbundn­um dag­vinnu­tíma. Þetta seg­ir Mar­grét Sand­ers, formaður Sam­taka versl­un­ar og þjón­ustu, en þetta fjallaði hún um á árs­fundi SVÞ í síðustu viku og benti þar á að fylgja mætti for­dæmi Dana þar sem yf­ir­vinnu­kaup er hlut­falls­lega lægra en grunn­laun­in aft­ur á móti hærri.

„Á Íslandi er launa­kostnaður fyr­ir­tækja hlut­falls­lega sá sami og á hinum lönd­un­um á Norður­lönd­un­um, en samt eru hinar Norður­landaþjóðirn­ar að borga tölu­vert hærri grunn­laun. Þá bjóða hin lönd­in starfs­fólki yf­ir­leitt upp á meiri sveigj­an­leika svo það geti aðlagað vinnu­stund­irn­ar bet­ur eig­in þörf­um,“ seg­ir Mar­grét og bend­ir á að hátt yf­ir­vinnu­kaup kunni að skýra hvers vegna vinnu­vik­an er eins löng og raun ber vitni hjá meðal Íslend­ingn­um. „Íslend­ing­ar vinna 15% meiri yf­ir­vinnu en Dan­ir og hlýt­ur m.a. að stafa af því að verið er að skapa ákveðna hvata þegar yf­ir­vinnu­greiðslur eru háar en grunn­laun­in lág. Samt skil­ar þessi of­uryf­irvinna á Íslandi okk­ur ekki miklu, og heild­araf­köst­in eru svipuð og hjá hinum Norður­landaþjóðunum þó að vinnu­vik­an sé mun lengri.“

Íslenska yf­ir­vinnu­launa­kerfið, þar sem til­tölu­lega ströng viðmið gilda um á hvaða tím­um dags og á hvaða dög­um vik­unn­ar á að borga yf­ir­vinnu, kann að vera barn síns tíma að sögn Mar­grét­ar, og hef­ur kannski hentað best þegar yf­ir­leitt var ekki nema ein fyr­ir­vinna á heim­il­um og líf fólks ein­fald­ara og fá­brotn­ara. Í dag gæti verið öll­um fyr­ir bestu að inn­leiða nýja hugs­un, þar sem fólk gæti t.d. ráðið meira um það á hvaða tím­um dags­ins og vik­unn­ar það vinn­ur. „Það hent­ar ekki endi­lega öll­um best að vinna frá 8 til 4 eða 9 til 5. Ég sé fyr­ir mér að hjá sum­um fjöl­skyld­um þætti for­eldr­un­um eft­ir­sókn­ar­vert að geta skipt deg­in­um á milli sín, þar sem önn­ur fyr­ir­vinn­an hef­ur störf snemma og hin seint, með betri tíma fyr­ir báða til að sinna börn­um og heim­ili á morgn­ana og kvöld­in. Svo eru sum­ir sem fagna því að eiga frí í miðri viku eða geta raðað vökt­um sín­um þannig að falli að áhuga­mál­um og fjöl­skyldu­lífi.“

Seg­ir Mar­grét að tækn­in sé þegar til staðar til að skapa þenn­an sveigj­an­leika með lít­illi fyr­ir­höfn fyr­ir alla og út­búa vakta­kerfi þar sem starfs­fólkið get­ur ráðið meiru um vinnu­tíma sinn. „Vinnu­fyr­ir­komu­lagið gæti verið að hluta fast, og að hluta sveigj­an­legt, en af hinu góða fyr­ir starfs­menn ef hægt er að auka sveigj­an­leik­ann frá því sem nú er. Verka­lýðshreyf­ing­in og at­vinnu­rek­end­ur þurfa að standa sam­an að þess­um breyt­ing­um.“

Mar­grét seg­ir einnig að tækni­fram­far­ir séu þegar farn­ir að valda mikl­um breyt­ing­um á vinnu­markaði og áríðandi að vinnu­veit­end­ur hjálpi starfs­fólki sínu að aðlag­ast breytt­um aðstæðum með mennt­un og þjálf­un við hæfi. Marg­ir ótt­ast að störf í versl­un og þjón­ustu séu í hættu og má t.d. finna veit­ingastaði sem taka við pönt­un­um í gegn­um tölvu, og mat­vöru­versl­an­ir þar sem viðskipta­vin­irn­ir af­greiða sig sjálf­ir. „Sum störf munu hverfa, en það verða til ný störf í staðinn og þurfa vinnu­veit­end­ur að hjálpa starfs­fólki sínu að vera í stakk búið fyr­ir breyt­ing­arn­ar.“

Mar­grét er með þessu ekki að segja að senda þurfi hvern sölu­mann og þjón á nám­skeið í for­rit­un, held­ur frek­ar að tryggja að fólk læri að taka tækn­ina í þjón­ustu sína. „Það þarf ekki að um­turna störf­um fólks og mennt­un, held­ur ein­fald­lega tryggja að sem flest­ir geti verið sam­stiga þró­un­inni, læri í vinn­unni og bæti við sig færni jafnóðum.“