Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ ræðir við Sigurð B. Pálsson forstjóra BYKO og Berglindi Ósk Ólafsdóttur, verkefnastjóra umhverfismála BYKO um hlutverk byggingarvöruverslunar í umhverfismálum.

Í þættinum er farið vítt og breitt um það hvernig verslun eins og BYKO tekur umhverfismál föstum tökum með eftirtektarverðum hætti.

Hvernig fer BYKO að því að koma umhverfisstefnu fyrirtækisins og metnaði þess í umhverfismálum til skila, bæði til starfsfólks og viðskiptavina?

Hvaða tækifæri sjá þau til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda í mannvirkjageiranum? Jafnframt ber hinn fræga plankastrekkjara úr gamalli BYKO auglýsingu á góma í viðtalinu.

Þetta og meira til í snörpum 20 mínútna umræðuþætti.

Í tengslum við Umhverfisdag atvinnulífsins er allur októbermánuður eyrnamerktur umhverfismálum og málefnum orkuskipta í fróðlegum 20 mínútna umræðuþáttum. Þættirnir eru sýndir á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 10:00 í Sjónvarpi atvinnulífsins og í Samtölum atvinnulífsins á helstu hlaðvarpsveitum.

Hér má sjá nánari dagskrá mánaðarins
Umhverfismánuður atvinnulífsins 2021 – Dagskrá – Samtök atvinnulífsins

Samtöl atvinnulífsins:
Samtöl atvinnulífsins | Podcast on Spotify