HÖLDUM ÁFRAM!
Upplýsingar, aðstoð og aðgerðir SVÞ í tengslum við COVID19Hér getið þið séð upplýsingar tengdar COVID19 fyrir SVÞ félaga.
Á vinnumarkaðsvef SA finna aðildarfyrirtæki praktískar upplýsingar um aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: sa.vinnumarkadur.is
Aðildarfyrirtæki SVÞ geta einnig fengið tímabundna rekstrarráðgjöf hjá Litla Íslandi. Frekari upplýsingar og tímabókanir á LitlaIsland.is/rekstrarvidtal
Þú getur líka skráð þig á póstlistann hér til að fá mikilvægar upplýsingar sendar og fylgst með á samfélagsmiðlunum.
Skýrari fjöldatakmarkanir í verslunum
Að gefnu tilefni: Í dag hefur skrifstofa SVÞ átt samskipti við heilbrigðisráðuneytið vegna samkomutakmarkana í verslunum. Ástæðan er sú að verslunum hefur þótt erfitt að átta sig á hver sé leyfilegur hámarksfjöldi viðskiptavina í verslunarrými hverju sinni miðað við...
Afhending dregist í COVID
Rætt er við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ, í Fréttablaðinu 28. október þar sem hann segir ekki stefna í vöruskort hér á landi en að faraldurinn hafi haft áhrif á framleiðslukerfi heimsins.
Um grímuskyldu
Nokkurrar óvissu hefur gætt um framkvæmd reglugerðar nr. 587/2021frá 25. júlí s.l. um takmörkun á samkomum vegna farsóttar. Óvissan hefur einkum beinst að því hversu langt skyldan til að bera andlitsgrímur nær. SVÞ finnst því ástæða til að skýra þessi atriði frekar.
EuroCommerce skorar á evrópsk stjórnvöld
Eurocommerce, samtök smásölu- og heildverslunar í Evrópu, í samvinnu við UNI Europe, sem eru samtök lauafólks í Evrópu, hafa sent frá sér fréttatilkynningu þar sem skorað er á evrópsk stjórnvöld að styðja við verslunarfyrirtækin með því að efla stafræna hæfni fyrirtækja og starfsfólks í verslunum.
Upptaka frá kynningarfundi: Redefining Reykjavík
Nýlega stóðu SVÞ og SAF að félagsfundi þar sem kynnt var markaðsátak Reykjavíkur og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til erlendra ferðamanna sem keyrt verður af stað um leið og aðstæður leyfa.
Upplýsingafundur um ráðningarstyrk
Boðað er til fjarfundar 24. febrúar frá 09:00 – 10:00 fyrir félagsmenn þar sem sérfræðingar Vinnumálastofnunar og Samtaka atvinnulífsins fara yfir úrræði stjórnvalda um ráðningarstyrk.
Kynningarfundur: Redefining Reykjavík
SAF og SVÞ standa fyrir félagsfundi fimmtudaginn 18. mars kl. 13:30 þar sem kynnt verður markaðsátak Reykjavíkur og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu til erlendra ferðamanna. Átakið verður keyrt af stað um leið og aðstæður leyfa.
Álitamál varðandi tekjufallsstyrki
Í Fréttablaðinu þann 28. janúar birtist umfjöllun þar sem Benedikt S. Benediktsson, lögfræðingur SVÞ, segir erfitt að horfa upp á tilvik þar sem fyrirtæki séu nálægt því að uppfylla skilyrði tekjufallsstyrks stjórnvalda, en gera það ekki í ljósi strangra lagaskilyrða og óheppilegra tímasetninga.
Stafrænt stökk til framtíðar
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ skrifar í Kjarnann um að SVÞ og VR hafa hafið samtal við stjórnvöld um samstarf þvert á stjórnvöld, atvinnulíf, vinnumarkað, háskólasamfélag og aðra hagaðila um að hraða stafrænni þróun í íslensku atvinnulífi og á vinnumarkaði með vitundarvakningu og eflingu stafrænnar hæfni, til að tryggja samkeppnishæfni Íslands og lífsgæði í landinu.
Ekki þessi hefðbundnu læti fyrir jólin
Í umfjöllun Mbl.is um jólaverslunina segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, m.a. að áhrif þess að stærri og stærri hluti viðskiptanna eigi sér stað í nóvember séu greinileg en auk þess hafa verið slegin stór met í netverslun.
Fjöldatakmarkanir verði rýmkaðar í 200 manns í stærri matvöruverslunum
Andrés Magnússon, framkvæmdastjori SVÞ, var í Morgunútvarpi Rásar 2, og í umfjöllun Fréttablaðsins, sl. föstudag þar sem hann ræddi mikilvægi þess að rýmka fjöldatakmarkanir í stærstu matvöruverslunum núna rétt fyrir jólin upp í 200 manns.
Úr Viðskiptablaðinu: Reglugerð ógni lyfjaöryggi
Fyrirhuguð reglugerð mun hafa verulega neikvæð áhrif á lyfjageirann hérlendis m.a. með því að hafa letjandi áhrif á skráningu nýrra lyfja og geti jafnvel leittt til afskráningar lyfja sem nú eru á markaði og í mikilli notkun.
Svona var skemmtiþátturinn Látum jólin ganga
Skemmtiþátturinn Látum jólin ganga var sýndur í opinni dagskrá Stöðvar 2, sl. fimmtudag, 10. desember. Markmið þáttarins var að stappa stálinu í þjóðarsálina og hvetja landann til að halda viðskiptum sínum innanlands til að efla íslenskt efnahagslíf á COVID tímum.
Rýmkanir í verslunum gjörbreyta stöðunni
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, segir nýjar sóttvarnarreglur gjörbreyta stöðunni í verslunum nú í aðdraganda jóla en kallar þó enn eftir frekari rýmkun í matvöruverslunum rétt fyrir jólin, eða upp í 200.
Látum jólin ganga
Látum jólin ganga er jóla-, skemmti-, tónlistar- og viðtalsþáttur í tengslum við átakið Íslenskt – láttu það ganga sem verður í beinni útsendingu í kvöld kl. 19.35 á Stöð 2 pg Vísi. Þáttastjórnendurnir Logi Bergmann Eiðsson og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir verða á stóra sviði Borgarleikhússins og fá til sín fjölmarga gesti.
SVÞ fagnar breytingum í viðtali í Speglinum
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, var í Speglinum á RÚV þann 8. desember þar sem hann fagnaði tilslökunum á sóttvarnarráðstöfunum. Hann sagði langflestar verslanir í landinu vel geta lifað við nýjar reglur og aðlagað sig að þeim og þetta væri fagnaðarefni fyrir geirann.
Nýjar sóttvarnarráðstafanir breyta öllu fyrir verslanir
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, segir, í sjónvarpsfréttum RÚV þann 8. desember, breytingar á sóttvarnarráðstöfunum sem gildi taka fimmtudaginn 10. desember mjög ánægjulegar fyrir verslanir.
Verslanir mega hafa upp undir 100 manns inni
Skv. breytingum sem búið er að boða að verði gerðar á sóttvarnarráðstöfunum og taka gildi 10. desember næstkomandi mega allar verslanir taka á móti 5 manns á hverja 10m2 en að hámarki 100 manns.
Viljum meira samráð við sóttvarnaryfirvöld
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, var í Reykjavík síðdegis 1. desember þar sem hann ræddi óbreyttar sóttvarnaraðgerðir til 9. desember og óskaði eftir meira samráði sóttvarnaryfirvalda við atvinnulífið.
Gagnrýnir skort á fyrirsjáanleika, samræmi og samráði í sóttvörnum
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, gagnrýnir ófyrirsjáanleika sóttvarna stjórnvalda í fréttum Stöðvar 2 þann 30. nóvember. Hann segir skort á fyrirsjáanleika, skort á samræmi og skort á samráði við atvinnulífið.
Svartur föstudagur, sóttvarnaráhrif á verslun og sykurskattur í Reykjavík síðdegis
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, var í Reykjavík síðdegis föstudaginn 27. nóvember og ræddi m.a. verslun á svörtum föstudegi, áhrif sóttvarna á verslunina og hugmyndir um sykurskatt sem SVÞ er alfarið á móti.
Formaðurinn kallar eftir opnu samtali við stjórnvöld
Jón Ólafur Halldórsson, formaður SVÞ, kallaði í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi eftir fyrirsjáanleika í sóttvarnaraðgerðum og óskaði eftir opnu samtali við stjórnvöld. Jafnvel þótt atvinnulífið hafi hagsmuna að gæta búi verslunarfólk yfir reynslu af beitingu aðgerða.
Leiðin út úr kófinu er stafræn
Eftirfarandi grein eftir Þórönnu K. Jónsdóttur birtist í Viðskiptablaðinu þann 19. nóvember, en Þóranna sér um verkefni innan SVÞ sem snúa að stafrænni þróun.
Framkvæmdastjóri SVÞ gagnrýnir tilslakanirnar harðlega
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, var bæði á RÚV, Vísi og í fréttum Stöðvar 2 síðastliðna daga þar sem hann gagnrýnir harðlega þær tilslakanir sem gerðar voru á sóttvarnaraðgerðum þann 13. nóvember sl.
COVID-19 hraðar þróun vefverslunar
Á Vísi í dag er m.a. rætt við félagsmann okkar í Elko og við Andrés Magnússon, framkvæmdastjóra SVÞ um aukna netverslun á tímum COVID.
Jólaverslun í heimsfaraldri
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, ræddi jólaverslun í heimsfaraldri í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 þann 5. nóvember sl.
Nýjar sóttvarnaraðgerðir fyrir verslun og þjónustu
Til að taka af allan vafa um fyrirkomulag sóttvarnaraðgerða í verslun og þjónustu höfum við tekið samaneftirfarandi upplýsingar um núgildandi reglur.
Fjöldi í verslunum miðast við viðskiptavini
Á visir.is í gær er fjallað um þann misskilning sem uppi hefur orðið um fjölda í verslunum en fólk hefur talið að fjöldatölur miðuðust við samanlagðan fjölda starfsfólks og viðskiptavina. Hið rétta er að fjöldatakmarkanir í verslunum og þjónustu miðast við fjölda viðskiptavina, að undanskildu starfsfólki.
Framkvæmdastjórinn í fréttum RÚV bendir aftur á ósamræmi í sóttvarnaraðgerðum
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, var í beinni í kvöldfréttum RÚV á laugardagskvöldið. Hann benti þar á ósamræmi í sóttvarnaraðgerðum, en þeim mætti m.a. ráða að áfengisverslun sé kerfislega mikilvægari en byggingarvöruverslanir.
Framkvæmdastjóri SVÞ gagnrýnir ósamræmi í sóttvarnaraðgerðum
Í Reykjavík síðdegis á föstudaginn gagnrýnir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri, ósamræmi í sóttvarnaraðgerðum þegar kemur að verslunum
Grímuskylda – plakat fyrir fyrirtæki
Vegna hertra samkomutakmarkana hefur verið útbúið veggspjald sem fyrirtæki geta prentað út og hengt upp til að minna á grímuskyldu. Smelltu hér til að ná í PDF sem prenta má út.
Samtök heilbrigðisfyrirtækja telja ekki lagastoð fyrir frestun skurðaðgerða
Samtök heilbrigðisfyrirtækja telja að landlækni hafi skort lagastoð fyrir að fresta valkvæðum skurðaðgerðum. Samtökin hafa sent heilbrigðisráðneytinu erindi og gert grein fyrir þeirri afstöðu.
SVÞ og VR hvetja stjórnvöld til stefnumótunar og aðgerða í stafrænum málum
SVÞ og VR sendu í dag hvatningu og tillögur til stjórnvalda um stefnumótun og aðgerðir í stafrænum málum. Í hvatningunni lýsa SVÞ og VR miklum áhyggjum af stöðu stafrænnar þróunar í íslensku atvinnulífi og á vinnumarkaði og skorti á stafrænni hæfni. Lesa má hvatninguna og meðfylgjandi greinargerð hér.
Markaðs- og kynningarstjóri SVÞ: Fjármunir bara farnir úr landi
Þóranna K. Jónsdóttir, markaðs- og kynningarstjóri SVÞ, var í viðtalið í Atvinnulífinu á Vísi þann 30. september um herferð stjórnvalda og atvinnulífsins, Láttu það ganga. Í viðtalinu ræddi hún um átakið og tilgang þess.
Tilkynning frá sóttvarnalækni og almannavarnadeild
Sóttvarnalæknir og almannavarnadeild hvetja starfsmenn fyrirtækja og stofnana til þess að gæta ítrustu sóttvarna næstu daga. Á vef landlæknis eru leiðbeiningar um hvernig haga ber sóttvörnum við þessar aðstæður.
Félagsfundur: Áhrif COVID-19 á verslun og þjónustu
Þriðjudaginn 29. september kl. 9:00-11:00 verður haldinn almennur félagsfundur fyrir SVÞ félaga þar sem umræðuefnið er áhrif COVID-19 á verslun og þjónustu.
Verslunin gengur almennt vel
Rætt er við framkvæmdastjóra SVÞ í umfjöllun Vísis um verslun þann 4. september sl., sem gengur almennt vel núna þegar Íslendingar geta ekki verslað eins mikið erlendis.
Leiðbeiningar fyrir vinnuveitendur vegna skimana á landamærum og heimkomusmitgát
Landlæknir biður SVÞ að vekja athygli á leiðbeiningum fyrir vinnuveitendur í verslun og þjónustu vegna skimana á landamærum og heimkomusmitgát sem nálgast má hér.
Vöruskortur vegna kórónufaraldursins
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ segir að það geti komið upp tilvik þar sem ekki sér eðlilegt framboð á vörum en þó sé ekki hægt að tala um vöruskort sem slíkan heldur sé frekar um að ræða gífurlega eftirspurn eftir vörunni.
Mikilvæg skilaboð frá almannavörnum
Almannavarnir hafa beðið okkur að koma eftirfarandi skilaboðum á framfæri frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis vegna Covid-19
Íslenskt – gjörið svo vel
Stjórn Samtaka verslunar og þjónustu samþykkti að koma að kynningarátakinu „Íslenskt – gjörið svo vel“ með myndarlegum hætti og stuðla þannig að því að sem flest fyrirtæki komist í gegn um þá tímabundnu erfiðleika sem við nú horfumst í augu við.
Veggspjöld á ensku og pólsku um notkun á hönskum og grímum
Embætti landlæknis og Landspítalinn hafa nú gefið út veggspjaldið „Skynsamleg notkun almennings á einnota hönskum og grímum“ líka á ensku á pólsku. Hlaða má veggspjöldunum niður hér…
Höldum áfram – samstaðan mun fleyta okkur langt
Jón Ólafur Halldórsson, formaður SVÞ, skrifar í Morgunblaðið og hvetur landsmenn til að sýna samtakamátt í verki og skipta við íslensk fyrirtæki.
SVÞ, SAF og SI hafa tekið höndum saman um verkefnið Höldum áfram!
Höldum áfram! er samstarfsverkefni Samtaka ferðaþjónustunnar, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka iðnaðarins en verkefninu er ætlað að vera liður í því að vernda störf og halda hjólum atvinnulífsins gangandi eftir bestu getu á tímum COVID-19.
Tímabundin rekstrarráðgjöf Litla Íslands fyrir SVÞ félaga
Vegna þeirra efnahagslegu áskorana sem viðskiptalífið stendur nú frammi fyrir býður Litla Ísland upp á tímabundna rekstraráðgjöf til félagsmanna.
Segja lækkun fasteignagjalda geta hleypt súrefni í atvinnulífið
Jón Ólafur Halldórsson, formaður SVÞ, kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær, 24. mars, þar sem hann ræðir áhrif hertara samkomubanns fyrir verslunar- og þjónustu og kallar eftir að sveitarfélögin lækki fasteignagjöld til að veita súrefni í atvinnulífið.
Fjöldi fyrirtækja skellti í lás í dag
Haft er eftir Andrési Magnússyni, framkvæmdastjóra SVÞ, í Vísi í gær, þann 24. mars, að fjöldi fyrirtækja hafi skellt í lás á fyrsta degi herts samkomubanns.
Skynsamleg notkun almennings á einnota hönskum og grímum
Samhæfingarstöð almannavarna hefur sent frá sér leiðbeiningar um notkun almennings á einnota hönskum og grímum. Smellið á fréttina til að nálgast þær.
Hvernig virkar samkomubannið fyrir verslanir (uppfært 23. mars 2020)
Sóttvarnalæknir að höfðu samráði við landlækni, ríkislögreglustjóra og formann farsóttarnefndar Landspítala óskaði eftir því við heilbrigðisráðherra, þann 21.03.2020, að gefin yrðu út ný fyrirmæli um samkomubann á Íslandi. Ákvörðunin er byggð á 2. mg. 12. gr sóttvarnalaga. Tillagan var samþykkt og er svohljóðandi:
Rafrænir upplýsingafundir fyrir félagsmenn
Boðað er til þriggja rafrænna upplýsingafunda á morgun, mánudaginn 23. mars, fyrir stjórnendur aðildarfyrirtækja SA, um viðfangsefni sem atvinnulífið stendur nú frammi fyrir vegna COVID-19. Tenglar á fundina verða sendir á fulltrúa aðildarfyrirtækja um hádegi á morgun, mánudag.
Formaður SVÞ hjá Jóni G á Hrinbraut: Íslendingar eru meistarar að fara í gegnum krísur!
Jón Ólafur Halldórsson var gestur Jóns G. á Hringbraut þann 18. mars þar sem hann ræddi ástandið í atvinnulífinu á tímum COVID19, aðgerðir stjórnvalda og Seðlabankans, stöðuna í versluninni, mikilvægi stafrænnar þróunar – ekki síst í þessu samhengi, olíuverð og sameiningarkraft þjóðarinnar.
Formaður SVÞ og hagfræðingur SA Í bítinu um viðskiptalífið og fyrirtækin
Jón Ólafur Halldórsson, formaður SVÞ og Ásdís Kristjánsdóttir, hagfræðingur SA, voru hjá Heimi og Gulla Í bítinu í morgun þar sem þau ræddu atvinnulífið á tímum COVID19, aðgerðir yfirvalda, og áskoranir fyrirtækja. Hér geturðu hlustað á þáttinn:
Mælst til að starfsfólk verslana noti eingöngu NITRIL hanska
Ábendingar hafa borist frá starfsfólki sem hefur ofnæmi fyrir latex og foreldrum barna með bráðaofnæmi fyrir latex, vegna hanskanotkunar í verslunum. SVÞ mælist til þess og óskar eftir við stjórnendur verslana að starfsfólk noti eingöngu NITRIL hanska og ef viðskiptavinum er boðið upp á hanska að það séu þá einnig NITRIL hanskar.
Óþarfar áhyggjur af birgðastöðu á mat og lyfjum
Framkvæmdastjóri SVÞ, Andrés Magnússon, tók þátt í blaðamannafundi ásamt yfirlögregluþjóni, landlækni og sóttvarnalækni sl. fimmtudag þar sem hann lagði áherslu á að engin ástæða væri til að hafa áhyggjur af matar- eða lyfjabirgðum.
Snertilausnar lausnir í viðskiptum
Eftirfarandi orðsending hefur borist frá almannavarnarnefnd Ríkislögreglustjóra til að hvetja fyrirtæki til að nota sem mest snertilausar vausnir í viðskiptum.
Við erum öll á sama báti
Atvinnulífið hvetur fólk og fyrirtæki til að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að samkomubann vegna COVID-19 skili árangri. Með góðri samvinnu mun okkur takast að lágmarka neikvæð áhrif, tryggja heilsu fólks og verja störf og rekstur fyrirtækja.
Markaðsstjórinn í sóttkví og ráðstefnan færð á stafrænt form
Í Fréttablaðinu þann 11. mars birtist viðtal við markaðsstjóra SVÞ, Þórönnu K. Jónsdóttur, um ráðstefnu SVÞ þann 12. mars. Eins og fram hefur komið hefur ráðstefnan verið flutt á netið vegna COVID-19 en markaðsstjórinn er sjálf í sóttkví og hefur því umsjón með ráðstefnunni frá heimili sínu.
Tilmæli vegna COVID-19
Framkvæmdastjórn Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og samhæfingarstöð almannavarna hafa óskað eftir því að eftirfarandi verði komið á framfæri við aðildarfyrirtæki SA og undirsamtaka:
Fræðsla um COVID-19 og veggspjald fyrir SVÞ félaga
Landlæknir hefur nú birt fræðslumyndband um COVID-19 fyrir almenning og atvinnulífið. Að auki hafa SVÞ og SAF í samstarfi við embættið sett upp einfalt veggspjald sem félagsmenn geta sett upp hjá sér.
Upplýsingar og leiðbeiningar vegna kórónaveirunnar
Við vekjum athygli á upplýsingum og leiðbeiningum frá landlækni fyrir atvinnulíf og ferðaþjónustu meðan óvissustig vegna kórónaveirunnar er í gildi.