SPURT OG SVARAÐ
Um COVID19 og verslun og þjónustuHér fyrir neðan má finna algengar spurningar félagsmanna SVÞ vegn COVID19 og tengdum aðgerðum og svör við þeim.
Á vinnumarkaðsvef SA finnurðu praktískar upplýsingar um aðgerðapakka ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: sa.vinnumarkadur.is
Ertu með spurningu sem ekki er svarað hér? Sendu okkur tölvupóst á svth(a)svth.is eða sendu okkur skilaboð í gegnum Facebook.
Tökum dæmi um fyrirtæki sem er í sóttkví og allir starfsmenn þess þar með heima. Má forsvarsmaður fyrirtækis þá hafa aðstöðu í fyrirtækinu og afgreiða pantanir sem koma t.d. í gegnum vefverslun með því skilyrði að bílstjóri sem er óháður fyrirtækinu annist úrkeyrslu á vörunum?
Já, ef gætt er að grundvallarsmitgát og engin samskipti í minna en 2 m fjarlægð.
Hvernig eiga verslanir að leiðbeina viðskiptavinum um að halda tveggja metra fjarlægð, t.d. í biðröðum við afgreiðslukassa?
Þetta er útfærsluatriði hverrar verslunar. Við mælum með að telja inn og telja út og setja línur á gólfið. Setja upp skilti sem minnir fólk á að halda 2 metra fjarlægð sín á milli og annað slíkt.
Er verslunum sem starfandi eru í stórum rýmum, t.d. í 8.000 til 10.000 m2 húsnæði, heimilt að skipta rýminu upp í tvö eða fleiri hólf ef tryggt verður að aldrei séu fleiri en 100 manns á hverjum tíma í hverju hólfi?
Já.
Hvernig virkar samkomubannið fyrir verslanir (uppfært 23. mars 2020)
Sóttvarnalæknir að höfðu samráði við landlækni, ríkislögreglustjóra og formann farsóttarnefndar Landspítala óskaði eftir því við heilbrigðisráðherra, þann 21.03.2020, að gefin yrðu út ný fyrirmæli um samkomubann á Íslandi. Ákvörðunin er byggð á 2. mg. 12. gr sóttvarnalaga. Tillagan var samþykkt og er svohljóðandi:
Ráðherra hefur ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga til að setja á samkomubann. Með samkomubanni er átt við skipulagða viðburði þar sem fleiri en 20 manns koma saman. Við öll mannamót þarf auk þess að tryggja að nánd milli manna verði yfir tveimur metrum. Þessi fyrirmæli til landsins alls.
Sérstök útfærsla á starfsemi verslana til að tryggja aðgang almennings á nauðsynjavörum
- Eitt hundrað manns geta á sama tíma verið inn í verslunum upp að 1.000m2 og síðan einn viðskiptavinur til viðbótar fyrir hverja 10m2 umfram það, þó að hámarki tvö hundruð.
- Tryggt verði að nánd milli manna verði yfir tveimur metrum.
- Verslanir skulu með áberandi hætta merkja við inngang hversu mörgum er heimilt að vera í versluninni á hverjum tíma.
- Við alla innganga skal tryggja viðskiptavinum aðgang að sótthreinsandi vökva fyrir hendur og eins víða um verslun og talin er þörf á skal hið sama vera í boði. Við afgreiðslukassa skal einnig vera sótthreinsandi vökvi.
- Öllum starfsmönnum verslana skal standa til boða andlitsgrímur við störf sín.
- Hvatt er til þess að aðeins einn aðili af hverju heimili komi í verslun á hverjum tíma.