Á dögunum gaf Rannsóknarsetur verslunarinnar út skýrsluna Íslensk netverslun – áhrif stafrænnar tækni og alþjóðlegrar samkeppni þar sem fjallað er um áhrif stafrænnar tækni á verslun og verslunarhegðun Íslendinga.

Í skýrslunni birtast í fyrsta sinn tölur um veltu innlendar netverslunar og netverslun Íslendinga frá öðrum löndum. Gagnasöfnunin sem tölurnar byggja á er einstök og ekki er vitað til að slík gagnasöfnun hafi átt sér stað áður.

Á skýringarmyndinni hér fyrir neðan má sjá helstu tölur varðandi netverslun Íslendinga innanlands og skýrsluna í heild sinni má sjá á svth.is/netverslun.