Í árlegri könnun Rannsóknaseturs verslunarinnar settu 55% neytenda bækur og spil á óskalistann sinn fyrir þessu jól.

Íslenskar bækur og spil! Jólagjöf ársins í ár er vinsæl meðal neytenda, selst alltaf vel fyrir jól og fellur einstaklega vel að tíðaranda sem kallar á aukinn léttleika og skemmtun. Jólagjöf ársins í ár fær okkur til að tala saman, spila saman og lesa saman sem hjálpar okkur að hlúa betur að hvort öðru og tungumálinu okkar.

 Í frétt af vefsíðu RSV segir að eitt af árlegum verkefnum Rannsóknaseturs verslunarinnar (RSV) er val á jólagjöf ársins. Tilgangur verkefnisins er að greina hluta af neysluhegðun landans í aðdraganda jóla sem og að vekja athygli á verslun í landinu.

Í fyrra var það jogging gallinn, en nú er komið að bókum og spilum.

SMELLTU HÉR til að lesa alla fréttina frá RSV