Landsamband vörubifreiðaeigenda – aðilar að SVÞ

nwb00553.jpgLandssamband vörubifreiðastjóra sem nú hefur fengið nafnið Landssamband vörubifreiðaeigenda er gengið til liðs við SVÞ. LV eru heildarsamtök þeirra sem reka vörubifreiðar, vélar og tæki og telja samtökin um 200 félagsmenn.

Það er flutningasviði SVÞ mikill styrkur að hafa fengið samtök vörubifreiðastjóra til liðs við sig. Flutningasviðið hefur það að meginmarkmiði að vinna að hagsmunamálum fyrirtækja í vöruflutningum hvort sem þeir eru á landi, sjó eða í lofti. Til þess ð styrkur flutningasviðsins sé sem mestur er mikilvægt að sameina krafta sem flestra úr vöruflutningagreininni.

SVÞ býður félaga í LV velkomna í samtökin og hlakka til að eiga mikið og gott samstarf við þá í framtíðinni.