Lárus hættir hjá SVÞ og Benedikt tekur við
Lárus M. K. Ólafsson, sem gengt hefur starfi lögfræðings SVÞ s.l. sjö og hálft ár mun láta af störfum þann 1. febrúar n.k. Lárus hefur átt einkar farsælan feril hjá samtökunum og gegnt starfi sínu bæði af trúmennsku og einstakri fagmennsku. Honum fylgja góðar óskir nú þegar hann mun hasla sér völl á nýjum vettvangi.
Benedikt S. Benediktsson, hefur verið ráðinn lögfræðingur SVÞ og mun hann hefja störf eigi síðar en 1. mars n.k. Benedikt kemur frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu, en hann hefur undanfarin fjögur ár gengt stöðu sérfræðings á skrifstofu skattamála innan ráðuneytisins, en áður starfaði Benedikt á nefndasviði Alþingis. SVÞ býður Benedikt velkominn til starfa.