SVÞ hefur borist eftirfarandi beiðni frá Almannavörnum:

Ábendingar hafa borist frá starfsfólki sem hefur ofnæmi fyrir latex og foreldrum barna með bráðaofnæmi fyrir latex, vegna hanskanotkunar í verslunum. Starfsmenn margra verslana eru farnir að nota hanska og í flestum tilfellum eru það latex hanskar.

Fólk með bráðaofnæmi fyrir latex sem afgreitt er af starfsfólki í latex hönskum finnur strax fyrir einkennum.

SVÞ mælist því til þess og óskar eftir við stjórnendur verslana að starfsfólk noti eingöngu NITRIL hanska og ef viðskiptavinum er boðið upp á hanska að það séu þá einnig NITRIL hanskar.