Manneskjan er í sífellt auknum mæli farin að tala við allskonar tól og tæki. Mennta- og menningarmálaráðuneytið gerði á síðasta ári samning við sjálfseignarstofnunina Almannaróm um rekstur miðstöðvar máltækniáætlunar. Markmið áætlunarinnar er að tryggja að hvers kyns tæki og tól tali og skilji íslensku og tungumálinu verði þar með forðað frá stafrænum dauða vegna yfirburðastöðu enskunnar.

En hvaða máli skiptir þetta fyrir fyrirtæki í verslun og þjónustu?

Við fáum til okkar Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttur, framkvæmdastjóra Almannaróms sem segir okkur frá verkefninu eins og það snýr að fyrirtækjum. Erindið ber yfirskriftina Rödd fólksins – máltækni í daglegu lífi.

Einnig kemur til okkar Arnar Gísli Hinriksson, frá netmarkaðsstofunni DigiDo. Leit á netinu fer sífellt meira fram með röddinni og nauðsynlegt er orðið fyrir fyrirtæki að leitarvélarbesta með það í huga. Það sem meira er, niðurstöður leitarinnar eru og verða í sífellt meira mæli veittar með raddskilaboðum frá aðilum eins og Siri, Alexa, Google Home og fleiri og eru svörin þá almennt bara það eina efsta sem kemur upp í leitinni. Þetta mun hafa sífellt meiri áhrif fyrir íslensk fyrirtæki í samkeppni við stóra erlenda risa á leitarvélunum. Arnar mun ræða þessa stóru áskorun, hvort eitthvað er til ráða og þá hvað.

Hvenær: Fimmtudagur 29. ágúst 2019

Hvar: Hylur, Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 105 Reykjavík

SKRÁNING HÉR:

 

* indicates required
Fylgstu með!