Rúna Magnúsdóttir, markaðs- og kynningastjóri SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu tók á móti alþjóðlegri viðurkenningu WEF Women Economic Forum undir liðnum Excellece in Entrepreneurship fyrir störf sín við hátíðlega athöfn sem haldin var á Möltu laugardaginn 5.nóvember s.l.

World Economic Forum eða WEF „Excellence in Entrepreneurship“ viðurkenningin er veitt leiðtogum sem hafa staðið uppúr með sinni sérstöku sýn, áræðni, frumkvöðlastarfsemi og eru leiðtogar sem eru öðrum fyrirmynd, hvatning og leiðarljós í umræðu og fræðslu sem þarf til að leiða næstu framtíðarskref í meira meðvitaðri og valdefldandi leiðtogastörfum.

„Samtökin eru stolt af því að hafa meðal starfsfólks síns einstaklinga sem hafa skarað fram úr með þeim hætti sem Rúna hefur gert og óskum henni innilega til hamingju með viðurkenninguna“ segir Andrés Magnússon framkvæmdastjóri SVÞ við þetta tækifæri.

Meðal þeirra sem hafa hlotið WEF viðurkenninguna til þessa má nefna:
H.E Marie-Louise Coleiro Preca, fyrrum forseti Möltu;
H.E. Laura Chinchilla Miranda, fyrrum forseti Costa Rica (2010-2014);
H.E. Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti íslands (1980-1996);
H.E Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada
H.E. Julia Gillard, fyrrum forsætisráðherra Ástralíu (2010–2013)
H.E. Maria Fernanda Espinosa Garces, forseti UN General Assembly, Ecuador
H.E. Marta Lucía Ramírez, varaforseti Kólumbíu
HE Dr Jehan Sadat, fyrrum forsetafrú Egyptalands
H.E. Dr. Gertrude I. Mongella, fyrrum forseti Tanzaníu
H.E. Cherie Blair, stofnandi, Cherie Blair Foundation Bretlandi

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ
Sími: 820 4500
andres(hja)svth.is

Fréttatilkynning – WEF viðurkenning 2022