Skrifstofa fjármálagreininga lögreglu vill vekja athygli á eftirfarandi upplýsingum frá lögreglu:

Um helgina tókst nokkrum aðilum að koma nokkuð af evru seðlum í umferð. Aðferðin sem að þeir beittu var að fara með háa seðla, 100 og 200 evrur og versla lítið eitt með þeim.

Fljótt á litið eru þetta sambærilegir seðlar evrum. En þeir standast enga nánari skoðun ef vitað er hverju á að horfa eftir. Svo virðist sem það sé hægt að kaupa búnt af svona „ekki seðlum“ í Rússlandi.

Þegar seðlarnir eru skoðaðir er nauðsynlegt að horfa til eftirfarandi þátta sem eru útskýrðir nánar í skjalinu sem hlaða má niður hér fyrir neðan.

  • Letur seðlanna er á rússnesku og R ið í EURO er öfugt
  • Áferð seðlanna er ekki eins og venjulegir seðlar þ e pappírinn er annar
  • Alla öryggisþætti vantar í seðlana

Ef vart verður við þessa seðla skal tilkynna það til lögreglu á netfangið jokull@lrh.is

>> SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ SKJAL MEÐ NÁNARI UPPLÝSINGUM FRÁ LÖGREGLUNNI – Þ.Á.M. MYNDUM SEM SÝNA HVAÐ BER AÐ VARAST