SVÞ býður félagsmönnum á námskeið þar sem kynnt verður hvernig hægt er að greina tækifæri í kaupferlinu til að hefja Omni channel innleiðingu.

Omni channel innleiðing í verslun og þjónustu snýst um að samþætta alla kanala og snertifleti sem viðskiptavinir nota í kaupferlinu til að mæta breyttri kauphegðun og auknum kröfum viðskiptavina.

Greining á kaupferlinu er lykilskref í Omni Channel innleiðingu sem sýnir hvar fyrirtæki eru hugsanlega að tapa sölu og viðskiptavinum, hvar óánægja meðal viðskiptavina getur komið upp og af hverju og hvernig allir kanalar tengjast (skref 1) áður en fyrirtæki móta sér Omni channel stefnu, setja sér markmið og hefja aðgerðir (skref 2).

Á námskeiðinu verður farið yfir hvernig  fyrirtæki geta greint kaupferli viðskiptavina (Customer Purchase Journey) til að koma auga á tækifæri til að bæta upplifun viðskiptavina (Customer experience), með tilliti til Omni Channel sölu og markaðssetningar.

Ávinningurinn er aukin sala, tryggð og aðgreining.

2017-11-02_09-40-43
  • Facebook
  • Twitter
  • Gmail
  • LinkedIn

 

Annað námskeið verður svo haldið í janúar 2018 þar sem farið verður yfir skref 2: Omni channel stefnu, markmið og aðgerðir.

Stjórn námskeiðs: Edda Blumenstein, sem er ráðgjafi í Omni channel og vinnur að doktorsrannsókn á Omni Channel við Leeds University Business School.

Staður og stund: Kvika, Borgartúni 35, kl. 8:30 – 10:00 mánudaginn 6. nóvember 2017.

Létt morgunhressing í boði frá kl. 8.15

 

Oops! We could not locate your form.