71% Íslendinga versla oftar við innlenda vefverslun en erlenda vefverslun.

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem hefur verið keyrð vikulega frá því í mars 2021 á íslensku þjóðinni kemur m.a. í ljós að um 71% Íslendinga versla frekar í innlendri vefverslun en í erlendri vefverslun.  „Þetta eru ánægjulegar fréttir og sýnir að Íslendingar kunna að meta íslenskar vefverslanir, segir Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.

Bæta má vöruúrval í íslenskum netverslunum

Samkvæmt niðurstöðum kemur í ljós að um 50% Íslendinga versla frekar við erlenda vefverslun þar sem að varan fékkst einungis þar en ekki í íslenski netverslun. Dæmi um vörur sem Íslendingar versluðu erlendis voru t.d. föt og skór, íþrótta- og stundavörur og snyrtivörur.

Aldurinn 25 til 34 ára verslar oftast á netinu

Samkvæmt niðurstöðum könnunar kemur einnig í ljós að Íslendingar á aldrinum 25 til 34 ára versla oftast á netinu eða um 48 sinnum á ári.  Einnig eru Íslendingar oftar að nota snjallsímann við kaupin í stað tölvu sem dæmi þó að hlutfallið er mismunandi eftir markhópum.

61% Íslendinga kynna sér vörurnar áður en keypt er

Íslendingar kynna sér einnig vel vöruna áður en hún er keypt.  Í ljós kemur að um 61% kaupenda kynna sér vörurnar á einhvern hátt áður en þær eru keyptar, eins og að kynna sér vörueiginleika, bera saman verð og lesa umsagnir.

Áframhaldandi aukning í netverslun Íslendinga

Þrátt fyrir mikla aukningu í netverslun á undanförnum misserum kemur að ljós að um 23% Íslendinga gera samt ráð fyrir að versla meira á netinu á næstu 12 mánuðum en áður.

Mikilvæg gögn fyrir verslanir á Íslandi

Með aðgang að gögnum um „Netverslun Íslendinga“ geta íslenskar verslanir fengið aðgang að ítarlegum gögnum um hegðunarmunstur Íslendinga.  Dæmi er að hægt er að sjá hvernig sá markaður sem viðkomandi verslun er að keppa í er að koma út, hvaða markhópar eru helst að versla, hvað skiptir mestu máli og hvað þarf að bæta til að auka sölu hjá sér.

Um könnunina „Netverslun Íslendinga“

Ákveðið var á síðasta ári að setja á laggirnar markvissar og reglulegar kannanir til að fylgjast með og mæla stöðu og þróun Íslendinga þegar kemur að netverslun. Rannsóknarfyrirtækið Prósent sér um reglulegar mælingar hér á Íslandi þar sem 200 svörum einstaklinga á aldrinum 18 ára og eldri er safnað í hverjum mánuði.  Mælitækið er m.a. byggt á e-barometern (sænsk mæling á netverslun) og FDIH (dönsk mæling á netverslun).  Með þessari nálgun getum við einnig borið okkur saman við Norðurlöndin, segir Andrés Magnússon.

_______

Kynning á Netverslunarpúlsinum verður haldin miðvikudaginn 10.nóvember í húsi Atvinnulífsins, Borgartúni 35
Skráning hér!