RSV – Rannsóknarsetur verslunarinnar birtir í dag vísitölu erlendrar netverslunar fyrir febrúar mánuð 2023.

Þar kemur m.a. fram að Netverslunarvísir RSV, lækkar um 5% frá fyrri mánuði. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan lækkað um 0,2%. Landsmenn keyptu því 0,2% minna frá erlendum netverslunum í febrúar sl. miðað við í febrúar í fyrra.

Samdráttur í flokki áfengisverslunar – aukning í erlendri netverslun með matvöru, lyfja, heilsu og snyrtivöruverslun.
Mestur var samdrátturinn í flokki áfengisverslunar (-13,2%) en erlend netverslun með fatnað í febrúar sl. dróst saman um 3,9% á milli ára. Mikil aukning var á milli ára í erlendri netverslun með matvöru (68,5%) og vörur frá lyfja-, heilsu- og snyrtivöruverslunum (36,7%).

SMELLIÐ HÉR FYRIR NÁNARI UPPLÝSINGAR FRÁ RSV.