SVÞ ítreka fyrir aðildarfyrirtækjum að breyttar reglur um persónuvernd munu taka gildi eftir þrjá mánuði. Því er mikilvægt fyrir öll fyrirtæki að huga vel að sinni starfsemi og hvernig hún mun samræmast breyttum kröfum á þessu sviði. Margt í núverandi regluverki mun halda gildi sínu en til viðbótar bætast við nýjar og ítarlegar kröfur sem leggjast munu á starfsemi fyrirtækja. Þá mun eftirlit með starfsemi fyrirtækja breytast með auknum sektarheimildum.

SVÞ hafa áður kynnt á heimasíðu samtakanna samantekt EuroCommerce (Evrópusamtökum verslunarinnar) um komandi breytingar, en SVÞ eiga aðild að þeim samtökum. Í þeirri samantekt er yfirgripsmikil umfjöllun um þessi mál þar sem einblínt hefur verið á verslunargeirann og fyrirtæki á þeim vettvangi.

SVÞ hafa nú tekið saman meðfylgjandi yfirlit úr framangreindri skýrslu en þar er um að ræða þau atriði sem EuroCommerce leggur ríka áherslu á að fyrirtæki tileinki sér og taki til skoðunar með hliðsjón af starfsemi fyrirtækja í verslunarrekstri. Sú samantekt er á engan hátt tæmandi og er fyrirtækjum eftir atvikum skylt að grípa til enn frekari aðgerða en þarna er kveðið á um. Hvert og eitt fyrirtæki þarf því að sérsníða aðgerðir og lausnir að starfsemi sinni, að teknu tilliti til áhættu vegna vinnslu upplýsinga, þeirrar tegundar upplýsinga sem unnið er með og þeim tilgangi sem sú vinnsla grundvallast á.

Gátlisti EuroCommerce vegna GDPR

Gátlisti EuroCommerce vegna persónuverndar