Rannsóknasetur verslunarinnar hefur birt samantekt um kortaverltu ferðamanna í nóvember. Samkvæmt samantektinni  nam erlend greiðslukortavelta 15,3 milljörðum króna en það er 67% aukning frá sama mánuði í fyrra. Það sem af er ári hafa erlendir ferðamenn greitt um 217 milljarða með kortum sínum samanborið við 145 milljarða á sama tímabili í fyrra. Greiðslukortavelta fyrstu ellefu mánuði ársins er því um helmingi meiri en á sama tímabili í fyrra og 41% meiri en allt árið 2015. Nóvember er jafnan rólegur mánuður í ferðaþjónustu og er það til marks um mikinn vöxt greinarinnar að greiðslukortavelta undangengins nóvembermánaðar var svipuð og í júlí 2013.

Veruleg aukning varð í farþegaflutningum með flugi eða um 170% frá fyrra ári en flokkurinn er sá stærsti í þeim tölum sem Rannsóknasetur verslunarinnar tekur saman. Velta flokksins í nóvember nam ríflega 3,6 milljörðum en hluti þeirrar fjárhæðar stafar af erlendri starfsemi flugfélaga. Borið saman við fyrra ár var einnig töluverður vöxtur í öðrum flokkum sem tengjast samgöngum ferðamanna. Þannig jókst kortavelta bílaleiga um 68,3% og velta flokksins „Bensín, viðgerðir og viðhald“ jókst um 84,6%.
Þrátt fyrir styrkingu krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum er enn gífurleg aukning í  sérsniðnar ferðir um landið með leiðsögn samkvæmt því sem kemur fram í flokknum „Ýmis ferðaþjónusta“. Þannig njóta skoðunarferðir um landið ekki síður vinsælda í skammdeginu en á sumrin. Kortavelta í þessum útgjaldaflokki jókst um 78,2% frá nóvember í fyrra og nam tæpum 2,5 milljörðum króna í mánuðinum.

Yfir helmingsaukning var í veltu gististaða í nóvember samanborið við sama mánuð í fyrra. Þannig jókst erlend kortavelta gististaða um 57,3% frá fyrra ári og nam í nóvember tæpum 2,6 milljörðum samanborið við 1,6 milljarð í nóvember 2015. Þá greiddu ferðamenn um 1,6 milljarð með kortum sínum á veitingastöðum í nóvember eða 45,1% meira samanborið við nóvember í fyrra.

Minni vöxtur í verslun
Erlend greiðslukortavelta í verslun nam um 1,8 milljarði kr. í nóvember síðastliðnum og jókst um 28% frá nóvember í fyrra. Mestur vöxtur kortaveltu í verslun var í flokki dagvöru, 59% og tollfrjálsri verslun, 58%. Athyglisvert er að vöxtur erlendrar kortaveltu í dagvöruverslunum helst nokkurn veginn í hendur við fjölgun ferðamanna sem koma til landsins, á meðan vöxtur greiðslukortaveltu sérvöruverslana er minni. Líklega má heimfæra þessa þróun á sterkt gengi krónunnar um þessar mundir en það veldur því að allt verðlag verður hærra frá sjónarhóli erlendra ferðamanna.

Í nóvember komu 131.723 þúsund ferðamenn til landsins um Leifsstöð samkvæmt talningu Ferðamálastofu, 61,4% fleiri en í sama mánuði í fyrra.

Kortavelta eftir þjóðernum
Ef miðað er við fjölda erlendra ferðamanna um Keflavíkurflugvöll greiddi hver þeirra að jafnaði með  greiðslukorti sínu fyrir 116 þús. kr. í ágúst, eða 5,5% minna en í október. Það er 3,6% hærri upphæð en í sama mánuði í fyrra.
Líkt og síðustu mánuði keyptu ferðamenn frá Sviss að jafnaði fyrir hæstar fjárhæðir með greiðslukortum sínum eða 225 þús. kr. á hvern ferðamann. Bandaríkjamenn eru í öðru sæti með

medalvelta-pr-ferdamann-11-2016
  • Facebook
  • Twitter
  • Gmail
  • LinkedIn
160 þús. kr. á hvern ferðamann. Danir koma þar næst með 142 þús. kr. á mann.
Velta eftir þjóðernum ræðst meðal annars af því hversu löng dvölin hér á landi er og hvort greitt hafi verið fyrir ferðina áður en komið er til landsins auk þess sem mismunandi er í hve miklum mæli ferðamenn greiða með greiðslukortum. Þá þarf að hafa í huga að tölur um fjölda ferðamanna um Keflavíkurflugvöll ná ekki til allra þeirra sem koma til landsins.
Í því talnaefni sem Rannsóknasetur verslunarinnar hefur yfir að ráða er nánar hægt að greina kortaveltu erlendra ferðamanna eftir útgjaldaliðum og þjóðerni.

Um kortaveltu ferðamanna
Rannsóknasetur verslunarinnar birtir mánaðarlega tölur um greiðslukortaveltu ferðamanna sundurliðaða eftir útgjaldaliðum og útgáfulandi korta. Gögnunum er enn fremur skipt eftir því hvort um er að ræða erlend eða innlend greiðslukort. Gögnin innihalda færslur bæði debet- og kreditkorta. Birtar eru upphæðir í íslenskum krónum ásamt hlutfallsbreytingum frá fyrri mánuði og sama mánuði fyrra árs.

Gögnin eru fengin frá innlendum færsluhirðingaraðilum, sundurliðuð eftir svonefndum MCC kóðum. MCC kóðarnir eru aftur greindir í flokka eftir því hvernig þeir eru taldir tengjast mismunandi greinum ferðaþjónustu. Gögnin lýsa kortaveltu eftir kauptímabilum (almanaksmánuðum) en ekki eftir uppgjörstímabilum.

Nánari upplýsingar veitir Árni Sverrir Hafsteinsson, arni@bifrost.is eða í síma 868-4341.

www.rsv.is