Ný stjórn SVÞ kjörin á aðalfundi samtakanna

Aðalfundur SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu var haldinn í morgun, fimmtudaginn 14.mars í Hyl, Húsi atvinnulífsins.

Á fundinum var kosið um þrjú sæti meðstjórnenda. Alls bárust sex framboð til meðstjórnenda.

Réttkjörin í stjórn SVÞ til tveggja starfsára eru eftirtalin: Guðrún Aðalsteinsdóttir, Festi hf., Pálmar Óli Magnússon, Dagar ehf., og Edda Rut Björnsdóttir, Eimskipafélag Íslands hf.

Stjórn er því skipuð eftirfarandi aðilum starfsárið 2023-2024:
  • Jón Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri Marga, formaður SVÞ
  • Edda Rut Björnsdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs og samskiptasviðs Eimskips
  • Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar
  • Guðrún Jóhannesdóttir, framkvæmdastjóri Kokku
  • Guðrún Aðalsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Krónunnar
  • Pálmar Óli Magnússon, framkvæmdastjóri Dagar.
  • Árni Stefánsson, forstjóri Húsasmiðjunnar

Nánari upplýsingar veitir:

Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ
Sími: 820 4500

________________

SMELLIÐ HÉR FYRIR Úrslit kosninga 2024

SMELLIÐ HÉR FYRIR FULLTRÚARÁÐ SVÞ Í SA 2024-2025

SMELLIÐ HÉR TIL AÐ NÁLGAST ÁRSSKÝRSLU STJÓRNAR 2023-2024