Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands skrifuðu undir nýjan kjarasamning fimmtudaginn 21. janúar. Samningurinn fer nú til kynningar hjá samningsaðilum og atkvæðagreiðslu og skulu niðurstöður liggja fyrir eigi síðar en 26. febrúar. Samningurinn gildir til loka árs 2018 og byggir á svokölluðu Rammasamkomulagi frá 27. október sl. og bókun með kjarasamningum SA og aðildarfélaga ASÍ um jöfnun lífeyrisréttinda milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins.

Sjá nánar á vef Samtaka atvinnulífsins

Samtök verslunar og þjónustu bjóða félagsmönnum sínum til kynningarfundar um stöðu kjaramála fimmtudaginn 4. febrúar kl. 8.30 – 10.00 í Kviku, 1. hæð, Húsi atvinnulífsins.
Frummælendur á fundinum verða þau Margrét Sanders, formaður SVÞ og Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri  SA.

Örstefnumót SVÞ | Tengslaviðburður fólks og fyrirtækja í samfélagi SVÞ

Könnun á efnistökum á næsta Örstefnumóti SVÞ

Hidden

Next Steps: Install the Survey Add-On

This form requires the Gravity Forms Survey Add-On. Important: Delete this tip before you publish the form.
Hverskonar tengslaviðburður heillar þig í dag?(Required)
Merktu við allt sem á við þig í dag.