Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri SVÞ, segir, í sjónvarpsfréttum RÚV þann 8. desember, breytingar á sóttvarnarráðstöfunum sem gildi taka fimmtudaginn 10. desember mjög ánægjulegar fyrir verslanir. Hann segir þær munu draga úr biðröðum fyrir framan verslanir en samtökin hafa haft áhyggjur af því að það sé meiri smithætta í allskonar biðröðum fyrir utan verslanir heldur en inni í vel rúmgóðum og loftræstum verslunarrýmum.

Skv. breytingum sem búið er að boða að verði gerðar á sóttvarnarráðstöfunum og taka gildi 10. desember næstkomandi mega allar verslanir taka á móti 5 manns á hverja 10m2 en að hámarki 100 manns.

>> SMELLTU HÉR TIL AÐ HORFA Á FRÉTTINA