Húsasmiðjan hefur sett í loftið nýtt sjálfsafgreiðslu- og þjónustuapp. Með smáforritinu geta viðskiptavinir Húsasmiðjunnar og Blómavals afgreitt sig sjálfir með lausn sem kallast „Skanna, borga út“ og komist þannig hjá afgreiðslukössum.

Meðal nýjunga býður appið einnig upp á greiðsludreifingu til allt að tólf mánaða sem getur hentað við stærri kaup. Þá geta einstaklingar og fyrirtæki í reikningsviðskiptum stýrt lánsheimild sinni þar sem umsóknarferillinn er að fullu rafrænn.

SVÞ óskar Húsasmiðjunni Blómaval til hamingju með áfangann!

SJÁ UMFJÖLLUN UM NÝJA APPIÐ Í VIÐSKIPTABLAÐINU HÉR