Aðalfundur faghópsins Stafræn viðskipti á Íslandi fór fram í gær, 27. október.

Á fundinum fór fráfarandi formaður, Bragi Þór Antoníusson, yfir skýrslu stjórnar, þar sem m.a. kom fram að vinna við undirbúning reglulegra netverslunarrannsóknar hefur staðið yfir um nokkurn tíma með Rannsóknarsetrið verslunarinnar, rætt var um hlutverk Tækniþróunarsjóðs, lögð var áhersla á að stafræn færni væri samofin allri menntun og rakinn var undanfari að sameiginlegri hvatningu og tillögum SVÞ og VR til stjórnvalda, sem send var út sama dag.

Því næst kynnti Þóranna K. Jónsdóttir, verkefnastjóri yfir málum tengdri stafrænni þróun innan SVÞ, hvatninguna og tillögurnar og má sjá þá kynningu í myndbandinu hér fyrir neðan. Frekari upplýsingar um kynninguna, auk ítarlegrar greinargerðar sem með henni fylgir, má sjá á svth.is/hvatning-2020.

Að lokum var kjörin ný stjórn, en í henni sitja:

Edda Blumenstein, beOmni – formaður
Ósk Heiða Sveinsdóttir, Pósturinn
Hannes A. Hannesson, TVGXpress
Hanna Kristín Skaftadóttir, Poppins & Partners
Dagný Laxdal, Já
Guðmundur Arnar Þórðarson, Intellecta (varamaður)
Hörður Ellert Ólafsson, Koikoi (varamaður)