Opinn kynningarfundur á Diplómanámi í viðskiptafræði og verslunarstjórnun – á morgun, 17. janúar kl 14.
Staðsetning: Salur VR á 0 hæð í Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7

SKRÁNING HÉR

DIPLÓMANÁM Í VIÐSKIPTAFRÆÐI OG VERSLUNARSTJÓRNUN
Sífellt eru gerðar auknar kröfur til stjórnenda í atvinnulífinu hvað menntun varðar og eru stjórnendur flestir með háskólanám að baki. Nýtt fagháskólanám í verslunarstjórnun er ætlað að gefa verslunarstjórum færi á að styrkja sig í starfi með því að bæta aukinni menntun við reynslu sína og hæfni auk þess að gefa einstaklingum með víðtæka reynslu af verslunarstörfum tækifæri til að mennta sig í verslunarstjórnun.

Námið er samstarfsverkefni Háskólans á Bifröst, Háskólans í Reykjavík, VR og SVÞ en þróun þess var styrkt af Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks, Starfsmenntastjóði verslunarinnar og Mennta- og menningarmálaráðuneytinu.

Námið er metið til eininga til áframhaldandi náms í viðskiptafræði til BS gráðu, bæði við Háskólann á Bifröst og Háskólann í Reykjavík. Nemendur sem útskrifast með diplómagráðu í viðskiptafræði og verslunarstjórnun munu því geta haldið áfram námi til BS gráðu í viðskiptafræði kjósi þeir það. Háskólarnir meta gagnkvæmt háskólaeiningar (ECTS) innan verkefnisins, óháð því hvor skólinn kennir einstök námskeið og mat á náminu inn í BS gráðu í viðskiptafræðum.