Öryggi og vitund starfsfólks

Öryggi og vitund starfsfólks

Þriðjudaginn 8. apríl nk.kl. 14:30 – 16:00 verða öryggismál starfsfólks tekin til umfjöllunar í Kviku, Húsi atvinnulífsins.

Kynnt verður námsefni sem SVÞ er að gefa út á rafrænu formi.  Námsefnið fjallar um rýrnun vegna þjófnaðar og geta fyrirtæki nýtt sér það til að efla vitund starfsfólks um þessi mál og um leið auka öryggi þess. Þá mun Eyþór Víðisson, öryggisfræðingur hjá VSI, fjalla um öryggisvitund ungs starfsfólks. 

Allir félagsmenn velkomnir.

Skráning á lisbet@svth.is