Íslenskt atvinnulíf stendur frammi fyrir hröðustu umbreytingum sem við höfum nokkru sinni séð – og við munum líklegast aldrei sjá fyrir endann á þeim. Aðeins fólk sem býr undir steini hefur ekki heyrt talað um fjórðu iðnbyltinguna, stafræna umbreytingu, stafræna vegferð, stafræna tækni o.s.frv.

Stærsta áskorunin er hinsvegar ekki tæknin, heldur fólkið og geta okkar til að aðlagast, þróast, breytast, læra og vaxa.

Hvað þarf til að þrífast á tímum gríðarlegra umbreytinga? Hvernig getum við náð árangri í alþjóðlegum stafrænum heimi?

Vertu með okkur 12. mars kl. 14-17* og kveikjum á okkur!

ATHUGIÐ BREYTT FYRIRKOMULAG VEGNA KÓRÓNUVEIRUNNAR – RÁÐSTEFNA UM STAFRÆNA TÆKNI OG NÝTT HUGARFAR VERÐUR NÚ … STAFRÆN! 

Vinsamlegast athugið að skráningu lýkur kl. 12 á hádegi þann 12. mars!

*Vinsamlegast athugið að verið er að aðlaga dagskrána að nýju fyrirkomulagi. Lílklegt er að hún muni styttast um ca. klukkustund og standa frá 14-16.

Ávarp formanns og ráðherra…

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar

 Jón Ólafur Halldórsson,
forstjóri Olís og formaður SVÞ

 

Reynslusögur fyrirtækja úr íslensku atvinnulífi

Heyrum um þær áskoranir sem felast í stafrænni umbreytingu og hvernig þau skapa fyrirtæki til framtíðar:

Stafræn vegferð Kringlunnar

 

Edda Blumenstein, verðandi doktor í Omnichannel frá

Leeds University og ráðgjafi hjá BeOmni 

Frá pappír á netið – Já.is

 

Dagný Laxdal, sviðsstjóri viðskiptalausnasviðs

Umbreyting Póstsins

 

Sesselía Birgisdóttir, framkvæmdastjóri þjónustu- og markaðssviðs

Nick Jankel er umbreytinga- og framtíðarfræðingur sem vinnur með fyrirtækjum svo þau geti þrifist í umhverfi endalausra breytinga og skapað rétta hugafarið til að mæta breytingum og þróun nútímans – og framtíðarinnar.

 

  • Þrjár first class gráður í vísindum og heimspeki frá Cambridge
  • Eigin sjónvarpsþættir á BBC
  • Ráðgjafi hjá No. 10 Downing Street og Hvíta húsinu
  • Hefur unnið markaðsstarf með fyrirtækjum á borð við Microsoft, Vodafone, Diageo, Unilever, Disney og Shell – og var m.a. á bakvið sköpun Dancing with the Stars hjá BBC
  • Hefur unnið að menningar- og breytingastjórnun m.a. hjá Nike, Novartis, HSBC, WWF, NHS, Oxfam og Intel
  • Hefur haldið fyrirlestra og námskeið m.a. hjá Lego, Google, NHS, Boots, BUPA, Diageo, SAP, Tesco, Walmart, Evrópuráðinu, Merck, UCL, á TOA í Berlín, The Economist Summit, The Financial Times Futures, CHRO Summit í LA og SciFoo hjá Google.
  • Hefur kennt við Yale, Oxford og London Business School.
  • Um Nick hefur verið fjallað í miðlum á borð við The Times, The Financial Times, The Sunday Times og The Guardian
  • Höfundur þriggja bóka um leiðtogafræði og umbreytingastjórnun, þ.á.m. Switch On: Unleash Your Creativity and Thrive with the New Science & Spirit of Breakthrough og Become a Transformational Organization: Galvanize agility without losing stability to survive and thrive in the digital, disrupted, and damaged world sem kom út á síðasta ári

„Outstanding framework and powerful tools. A huge impact!”

President, Kellogg’s North America

„Your keynote was brilliant – the best explanation of the 3 key threat areas to traditional commerce with a brilliantly simple suggestion with the potential for huge impact, many thanks”

SVP, HSBC

„A superb talk. It has started us on the journey of cultural change.” 

CEO, Novartis

„Superb insights which kept my brain whirring for the rest of the evening.”

MD, Airbus UK

Andri Heiðar Kristinsson, nýr Stafrænn leiðtogi hjá Stjórnarráðinu mun stýra spurningum til Nick og pallborðsumræðum.

SKRÁNING

 

Aðgangur er frír og allir velkomnir – og aðgangur að tölvunni þinni eða snjallsímanum væntanlega ókeypis – en nauðsynlegt er að skrá sig til að fá innskráningarupplýsingar á vefviðburðinn! 

Vinsamlegast athugið að skráningu lýkur kl. 12 á hádegi þann 12. mars!

Við hlökkum til að sjá þig!

* indicates required
Er fyrirtækið þitt aðili að SVÞ?

Dagar

:

Klst

:

Mín

:

Sek

SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu

© 2020 – allur réttur áskilinn