SVÞ býður aðildarfyrirtækjum SVÞ á ráðstefnu um stafræna tækniþróun í flutningageiranum þann 31. ágúst nk. Birgit Marie Liodden verður aðalræðumaður ráðstefnunnar og mun hún fjalla um stafræna tækniþróun í sjó-, land- og flugflutningum og hvernig sú þróun hefur áhrif víðar, ekki síst á smásölu og heildsölu.

Birgit  hefur þrátt fyrir ungan aldur sýnt að hún hefur mikla leiðtogahæfileika og er núna einn helsti talsmaður nýrrar kynslóðar fólks í flutningageiranum – bæði í Noregi og alþjóðlega.  Fyrir utan að vera stofnandi og fyrsti framkvæmdastjóri YoungShip internaional, þá hefur hún þegar unnið fyrir aðila á borð við Wilh. Wilhelmsen og OECD (ráðgjöf).  Hún vinnur nú sem stjórnandi í Nor-shipping og er stjórnarmaður í Norwegian Sea Rescue Academy og Wista Norway & Ocean Industry forum Oslo region.

Ráðstefna verður opin öllum. Nánar auglýst síðar.