R
Don't miss out - the countdown is on! Reserve your spot now before time runs out. Join us for an unforgettable experience. Tick-tock, secure your place today!
Ráðstefna SVÞ í ár fjallar um þær umbreytingar sem móta
verslun og þjónustu á Íslandi í dag.
Þrjú lykilþemu eru í forgrunni:
Starfsfólk er grunnurinn að árangri. Við skoðum m.a. hvernig fyrirtæki geta tekist á við ný viðhorf, auknar kröfur um sveigjanleika, og hvernig kynslóðabil getur haft áhrif á samskipti og stjórnunarstíl.
Gervigreind og ný tækni breyta leikreglunum. Meðal þess sem rætt verður er hvernig hægt er að nýta hana til að auka skilvirkni, bæta upplifun viðskiptavina og bregðast við áskorunum s.s. í sjálfvirknivæðingu og persónuvernd.
Íslensk fyrirtæki standa frammi fyrir alþjóðlegum risum. Hvernig getum við skapað okkur sérstöðu í samkeppninni við stóra og öfluga erlenda keppinauta með nýstárlegum markaðslausnum, upplifun og þjónustu?
3 LÍNUR - 4 LOTUR - 13 VIÐBURÐIR
Fyrirlestrar - pallborð - sófaspjall - ChatGPT verkstæði
Veikindadagar starfsfólks...
hvert stefnir?
Pallborð
Þátttakendur:
Kristján Berg Ásgeirsson, framkvstj. Fiskikóngsins
Sigríður Elín Guðlaugsdóttir, sviðsstj. mannauðs og sjálfbærni Daga hf.
Helena Jónsdóttir, sálfræðingur, framkvstj. Mental ráðgjafar
Stjórnandi:
Ásta Bærings, forstöðumaður mannauðs og menningar, Krónunni
Samfélagsmiðlar og óhefðbundin markaðssetning
Fyrirlestur
Páll Heiðar Pálsson, framkvstj. Pálsson fasteignasölu
Íslenskan virkar - þú getur meira með gervigreind en þú heldur
Pallborð
Gervigreindin er betri í íslensku en þú heldur og getur skapað tækifæri til samkeppnisforskots fyrir íslensk verslunar- og þjónustufyrirtæki.
Þátttakendur:
Lilja Dögg Jónsdóttir, framkvstj. Almannaróms
Brynjólfur Borgar Jónsson, framkvstj. DataLab
Linda Heimisdóttir, framkvstj. Miðeindar
Stjórnandi:
Hjálmar Gíslason, stofnandi og framkvstj. GRID
ChatGPT verkstæðið
Lifandi vinnustofa
Praktískt verkstæði þar sem þú lærir að nýta ChatGPT strax í daglegu starfi. Engir fyrirlestrar – bara lifandi samtöl, áskoranir og verkefni sem veita þér raunverulega þekkingu til að nota ChatGPT á áhrifaríkan hátt.
Stjórnandi:
Þóranna K. Jónsdóttir, ráðgjafi með hagnýta þekkingu á notkun ChatGPT
Klónaðu sjálfan þig með gervigreindinni:
Tækifæri til að styrkja fólk, nýta tæknina og skapa samkeppnisforskot
Uppgötvaðu hvernig þú getur notað gervigreindina til að hámarka þín áhrif, auka skilvirkni og skapa samkeppnisforskot – á manneskjulegan máta.
Fyrirlestur
Rúna Magnúsdóttir, leiðtogamarkþjálfi
Practical AI: Changing Industry & Environmental Trajectories
Pallborð
Hvernig leysir tæknin vandamál dagsins í dag? Hvernig notum við tæknina til að hraða sjálfbærni og minnka sóun. Innblástur til að nota AI sem tól, en ekki lausnin sjálf.
Pallborðið fer fram á ensku.
Þátttakendur:
Dr Anna Sigríður Islind, Head of the M.Sc program in Digital Health at Reykjavik University
Jillian Verbeurgt, co-founder & CTPO, GreenBytes
Heiðrún Sigfúsdóttir, co-founder and CEO Catecut
Panel director:
Valenttina Griffin, co-founder of Ugrow
Samskipti kynslóða
Sófaspjall
Theodór Francis Birgisson, einn eiganda Lausnarinnar - fjölskyldumiðstöðvar
Sigurður Svansson, einn eiganda og framkvstj. Sahara
Valeria Rivina, forstöðukona sölu og þjónustu, Ljósleiðarinn
Lifandi vinnustofa
Praktískt verkstæði þar sem þú lærir að nýta ChatGPT strax í daglegu starfi. Engir fyrirlestrar – bara lifandi samtöl, áskoranir og verkefni sem veita þér raunverulega þekkingu til að nota ChatGPT á áhrifaríkan hátt.
Stjórnandi:
Þóranna K. Jónsdóttir, ráðgjafi með hagnýta þekkingu á notkun ChatGPT
Viðskiptavinurinn í brennidepli... upplifun viðskiptavinarins
Pallborð
Þátttakendur:
Kári Þór Rúnarsson framkvstj. Brilliant.is
Þóra Valný Yngvadóttir, stofnandi Val og Virði
Helga Guðný Theodors, stofnandi Núna Collective Studio
Stjórnandi:
Brynjólfur Ægir Sævarsson, framkvstj. Vertis
Áskoranir við nýtingu persónuupplýsinga
Fyrirlestur
Notkun gervigreindar getur gert verslun og þjónustu einstaklingsmiðaða, sjálfvirkari og bætt skilvirkni. Á sama tíma getur nýting persónuupplýsinga falið í sér áskoranir tengdar persónuvernd, reglufylgni og siðferði. Hverju þarf að huga að og hvernig er hægt að takast á við þessar áskoranir?
Elínborg Jónsdóttir, lögfræðingur og persónuverndarfulltrúi
Sveigjanleiki í starfi... hvað þýðir það í raun?
Sófaspjall
Vinnumarkaðurinn er að breytast með nýjum kynslóðum og tækni og með því kemur ný sýn á sveigjanleika í starfi.
Þátttakendur:
Vilhjálmur Kári Haraldsson, mannauðsstjóri Eimskip
Unnur Magnúsdóttir, eigandi Dale Carnegie á Íslandi
Lifandi vinnustofa
Praktískt verkstæði þar sem þú lærir að nýta ChatGPT strax í daglegu starfi. Engir fyrirlestrar – bara lifandi samtöl, áskoranir og verkefni sem veita þér raunverulega þekkingu til að nota ChatGPT á áhrifaríkan hátt.
Stjórnandi:
Þóranna K. Jónsdóttir, ráðgjafi með hagnýta þekkingu á notkun ChatGPT
Framtíð fjárfestinga: Áhrif mannlegs eðlis, samkeppni og tækni
Fyrirlestur
Við teljum oft að ákvarðanir séu byggjar á gögnum og hlutlægri greiningu, en mannlegt eðli, hugsanaskekkjur og tilfinningar hafa djúp áhrif á ferlið.
Sólveig R. Gunnarsdóttir, stofnandi Solveig Consulting
Erum við arkitektar framtíðarinnar?Fyrirlestur
Hvernig geta verslanir og þjónustufyrirtæki skapað töfra, ógleymanleg augnablik og raunveruleg tengsl í heimi sem stefnir í sjálfvirkni og gervigreind?
Einar Thor, framkvstj. FINDS
Bæta í körfu: Hvernig getur íslensk verslun keppt við erlendu netrisana?
Pallborð
Sérfræðingar ræða áskoranir og tækifæri íslenskrar verslunar í samkeppni við erlenda netverslun, byggt á nýjum rannsóknum og reynslu atvinnulífsins.
Þátttakendur:
Klara Símonardóttir, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar
Dr. Edda Blumenstein, lektor og fagstjóri við viðskiptafræðideild Háskólans á Bifröst
G. Erla Leifsdóttir, eigandi TBLSHOP Ísland ehf.
Stjórnandi:
Vala Steinsdóttir,
verkefnastjóri hjá Bioeffect
Lifandi vinnustofa
Praktískt verkstæði þar sem þú lærir að nýta ChatGPT strax í daglegu starfi. Engir fyrirlestrar – bara lifandi samtöl, áskoranir og verkefni sem veita þér raunverulega þekkingu til að nota ChatGPT á áhrifaríkan hátt.
Stjórnandi:
Þóranna K. Jónsdóttir, ráðgjafi með hagnýta þekkingu á notkun ChatGPT
Þátttaka í allri ráðstefnunni, veitingar í kaffihléi, gleðistund í lok dags og aðgangur að upptökum af öllum viðburðum.
ATH! Takmarkaður sætafjöldi!
Hægt er að sækja um styrki til stéttarfélaga og starfsmenntasjóða (upplýsingar á attin.is).
Rúna Magnúsdóttir
markaðs-og kynningastjóri SVÞ
S: 898 0727
N: runa@svth.is
Vinsamlegast beinið spurningum um aðgengi, hótelherbergi, veitingastaði, mataróþol eða annað til Iceland Parliament Hotel, Curio Collection by Hilton, sími: 513 3000.
Parliament Hótel Reykjavík (gamli NASA)
Thorvaldsenstræti 2
101 Reykjavík
Inngangurinn er frá Austurvelli, gamli NASA salurinn. Sjá hér um hótelið.
Á vettvangi SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu vinnur fjöldi verslunar- og þjónustufyrirtækja saman að því að gæta hagsmuna sem skipta okkur öll máli. Aðild að SVÞ veitir fyrirtækjum tækifæri til að tala einni sterkri röddu til stjórnvalda og almennings. Því að saman erum við sterkari.
Íslensk verslun og þjónusta hefur frá síðustu öld gætt sameiginlegra hagsmuna sinna undir merkjum SVÞ. SVÞ er hluti af Samtökum atvinnulífsins (SA), sem gæta hagsmuna fyrirtækja og atvinnurekenda yfir 2.000 íslenskra fyrirtækja þar sem um 70% af launafólki á almennum vinnumarkaði starfa.
Markmið okkar eru:
- vera málsvari atvinnurekenda í verslunar- og þjónustufyrirtækjum.
- vinna að almennum, sameiginlegum hagsmunamálum aðildarfyrirtækja.
- stuðla að framförum í verslun og þjónustu, bættum starfsskilyrðum, aukinni arðsemi og samkeppnishæfni.
- þjónusta fyrirtæki á sviði kjaramála og vinnuréttar í samstarfi við SA.
© SVÞ - Samtök verslunar og þjónustu, 2025 Persónuverndarstefna |