Þegar náttúruhamfarir stöðva starfsemi fyrirtækis, s.s. jarðskjálftar, eldgos, snjóflóð eða skriðuföll, þá verður því ekki gert að efna samningsskuldbindingar sínar gagnvart starfsfólki. Byggir það á almennum reglum samningaréttar um force majeure og 3. gr. laga nr. 19/1979. Fyrirtæki í fiskvinnslu geta sótt um endurgreiðslur, haldi þau starfsfólki tímabundið á launaskrá.

Lögfræðingar vinnumarkaðssviðs SA veita aðildarfyrirtækjum ráðgjöf vegna álitamála sem upp kunna að koma.
Nánari umfjöllun munu bætast við inná vinnumarkaðsvef SA eftir því sem aðstæður kalla og álitamál skýrast.

Réttindi og skyldur atvinnurekenda þegar náttúruhamfarir stöðva rekstur (sa.is)