Rannsóknasetur verslunarinnar (RSV) birtir í dag spá yfir jólaverslun landsmanna 2022.

Þar segir m.a. að mikill kraftur hefur þó verið í einkaneyslunni í ár en gögn um kortaveltu gefa til kynna að vöxtur hennar sé drifinn áfram af aukinni veltu þjónustutengdrar innlendrar starfsemi og aukinni veltu innlendra greiðslukorta erlendis. Þá hefur töluverð aukning verið í verðmæti innflutnings á varanlegum og hálf varanlegum neysluvörum það sem af er ári auk þess sem gera má ráð fyrir að aukin velta ferðamanna í innlendri verslun á árinu hafi einhver áhrif til hækkunar á jólaverslun ársins.

Þá bendir RSV á að von er á stöðugleika í jólaverslun í ár

Það er spá RSV að velta smásöluverslunar yfir jólamánuðina, nóvember og desember, aukist að nafnvirði um tæp 4,3% frá fyrra ári en sambærileg aukning var 7,1% í fyrra. Áætlað er að heildarvelta smásöluverslana verði um 123,7 milljarðar kr. yfir jólamánuðina í ár, rúmum 5 milljörðum hærri en í fyrra miðað við breytilegt verðlagi. Að raunvirði dragist veltan þó saman um 1,7% frá fyrra ári.

SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA ALLA GREININA!