Samantekt
Netverslun hefur að undanförnu fengið aukna athygli í umræðunni og er sú umræða ekki eingöngu bundin við Ísland. Þróun innlendrar netverslunar er í takt við aukna netverslun sem á sér stað annars staðar í heiminum.  Ef hlutfall netviðskipta á Norðurlöndunum á fyrri helmingi ársins er skoðað kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Svíar kaupa í auknum mæli vörur af innlendum aðilum á meðan Finnar hafa hæsta hlutfall viðskipta við erlenda netverslun. Ástæða þessa er m.a. sú að töluverður fjöldi af sænskum netverslunum starfa í hagstæðu og samkeppnishæfu viðskiptaumhverfi á víðtækum grunni. Sænsk netverslun nær því að skapa sér hagstæða stöðu á þessu sviði, aðallega á grundvelli fjölbreytt vöruúrvals , með því að bjóða upp á notendavænar vefsíður, s.s. vefsíður fyrir farsíma og einfaldar lausnir hvað varðar  kaupferlið.  Því er mikilvægt að læra af reynslu Svía og útfæra svipaðar lausnir hér á landi m.t.t. hagsmuna neytenda.

Skýrslan er aðgengileg hér.