Samningur á milli Samtaka sjálfstætt starfandi skóla og Eflingar stéttarfélags var undirritaður föstudaginn 23. október síðastliðinn.

Samtökin fagna samningnum sem tryggir sömu kjör og gilda um starfsmenn Eflingar í því sveitarfélagi sem starfað er í. Tryggt er í samningnum að samið verði fyrst við sveitarfélög áður en gengið er til samninga við Samtök sjálfstæðra skóla sem var forsenda Samtakanna fyrir samningi, enda framlög til sjálfstæðra skóla byggð á rekstrarkostnaði í þeim sveitarfélagi sem starfa er í.